#73. - Slá á puttana á skattaóðri ríkisstjórn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:19:05
Loaded: 0.21%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:19:05
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Sí­fellt kem­ur bet­ur í ljós að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur stefn­ir á stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir á fólk og fyr­ir­tæki. Ásdísi Kristjáns­dótt­ur bæj­ar­stjóra í Kópa­vogi líst ekki á stöðuna. Hún er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn ásamt Ernu Björgu Sverr­is­dótt­ur, aðal­hag­fræðingi Ari­on banka.

Nýj­asti þátt­ur Spurs­mála var sýnd­ur hér á mbl.is fyrr í dag en upp­töku af hon­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að ofan, á Spotify, YouTu­be, í Mogga-app­inu ásamt öðrum helstu efn­isveit­um.

Hækka á álög­ur á al­menn­ing

Ásdís seg­ir að það séu ekki aðeins stór­hækkuð veiðigjöld og „mat­seðill“ af skatta­hækk­un­um á ferðaþjón­ust­una sem stefni í. Þannig bend­ir hún á að stjórn­völd stefni að því að þvinga sveit­ar­fé­lög til þess að full­nýta út­svars­pró­sentu þá sem leggja má á íbú­ana. Sveit­ar­fé­lög­um sem það geri ekki verði ein­fald­lega refsað.

Erna Björg nefn­ir að huga verði að því hvernig staðið er að breyt­ing­um á grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar þegar mik­il óvissa rík­ir á flest­um sviðum, ekki síst vegna þess tolla­stríðs sem Don­ald Trump og stjórn hans í Washingt­on hef­ur efnt til gagn­vart flest­um ríkj­um heims.

Í stimp­ing­um við Sjúkra­trygg­ing­ar og Land­lækni

Í síðari hluta þátt­ar­ins er rætt við þau Stein­unni Erlu Thorlacius og Guðbjart Ólafs­son, for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins Intu­ens Seg­ulóm­un­ar, sem býður upp á mynd­grein­ing­arþjón­ustu á heil­brigðis­sviði. Fyr­ir­tækið hef­ur lent í kröpp­um dansi í tengsl­um við sam­skipti við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og Land­lækni.

Sag­an sú er í meira lagi lygi­leg og þess virði að fræðast um það hvernig kerfið get­ur unnið gegn ný­sköp­un og upp­bygg­ingu nýrra fyr­ir­tækja sem efna vilja til sam­keppni við fyr­ir­tæki sem eru á fleti fyr­ir.

Nýr bóka­klúbb­ur

Í upp­hafi þátt­ar­ins er einnig kynnt­ur til leiks Bóka­klúbb­ur Spurs­mála þar sem sam­fé­lags­mál­in verða kruf­in á síðum áhuga­verðra bóka. Klúbbur­inn tek­ur til starfa í sam­starfi við öfl­uga bak­hjarla. Lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Brim, Sam­sung og Penn­ann/​Ey­munds­son

Hægt er að skrá sig í klúbb­inn og kynna sér starf hans hér.

Fylg­ist með sneisa­full­um þætti sem hreyf­ir við umræðunni.

Erna Björg Sverrisdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Guðbjartur Ólafsson og Steinunn Erla …
Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, Ásdís Kristjáns­dótt­ir, Guðbjart­ur Ólafs­son og Stein­unn Erla Thorlacius eru gest­ir Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Spurs­mál­um að þessu sinni. Sam­sett mynd/​mbl.is/​Hall­ur Már
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka