Styrkja Skáksambandið og stofna styrktarsjóð

Margmenni var við athöfnina. F.v. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, …
Margmenni var við athöfnina. F.v. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, Ásdís Rósa Baldursdóttir og Kristján Gíslason, stofnendur Hringfara, hjónin Aðalbjörg Jónasdóttir og Helgi Árnason, Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur og Hrannar Björn Arnarsson, eiginmaður borgarstjóra. Ljósmynd/Aðsend

Styrkt­ar­sjóður­inn Hring­fari út­hlutaði á miðviku­dag­inn fimm millj­ón­um króna til barna- og ung­linga­starfs Skák­sam­bands Íslands. 

Styrkt­ar­sjóður­inn Hring­fari er á for­ræði hjón­anna Ásdís­ar Rósu Bald­urs­dótt­ur og Kristjáns Gísla­son­ar. Hjón­in hafa ferðast um all­an heim á mótór­hjól­um og meðal ann­ars gert heim­ild­ar­mynd­ir og bæk­ur um ferðalög­in. All­ur ágóði af sölu á því efni renn­ur í styrkt­ar­sjóðinn.

Til þessa hef­ur sjóður­inn út­hlutað 37 millj­ón­um króna til góðgerðar­mála.

Styrk­ur­inn til Skák­sam­bands­ins er til­einkaður Helga Árna­syni, fyrr­um skóla­stjóra og skák­frömuði. Í til­kynn­ingu frá Hring­fara seg­ir að Helgi hafi á síðustu þrjá­tíu árum unnið ómet­an­legt starf við upp­bygg­ingu skák­list­ar­inn­ar á Íslandi. 

Af þessu til­efni var sett­ur á fót Skák­sjóður Helga Árna­son­ar þar sem Helgi er formaður sjóðsstjórn­ar. Fjöl­marg­ir gest­ir voru viðstadd­ir at­höfn­ina þar sem stofn­un sjóðsins fór form­lega fram. Þeirra á meðal voru Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri ásamt eig­in­manni sín­um Hrann­ari Birni Arn­ars­syni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert