„Þolinmæðin á þrotum“ hjá starfsfólkinu

Hlín Jóhannesdóttir, rektor skólans, á von á því að heyra …
Hlín Jóhannesdóttir, rektor skólans, á von á því að heyra frá stjórnvöldum seinna í dag varðandi stöðu skólans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við verðum að fá að heyra eitt­hvað í dag því að við vit­um ekki hvort næsta vika haldi,“ seg­ir Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skóla Íslands, um stöðu skól­ans.

Greint var frá und­ir lok mars að skól­inn væri far­inn í gjaldþrotameðferð.

Starfs­menn ekki fengið út­greidd laun en greiddu raf­magns­reikn­ing­inn

Kennslu hef­ur verið haldið gang­andi síðustu vik­ur þrátt fyr­ir að kenn­ar­ar hafi ekki fengið greidd laun og tjáði Rún­ar Guðbrands­son, kenn­ari við skól­ann, Rík­is­út­varp­inu í dag að kenn­ar­arn­ir hefðu efnt til söfn­un­ar til að greiða raf­magns­reikn­ing síðustu mánaðamóta til halda starf­sem­inni gang­andi.

„Já, við gerðum það. Við bara lögðum í púkk,“ seg­ir Hlín í sam­tali við mbl.is.

Von­ar að staða skól­ans komi í ljós á næstu klukku­stund­um

Hún seg­ir að nauðsyn­legt sé að for­svars­menn skól­ans fái svör frá stjórn­völd­um í dag um stöðu skól­ans.

„Ég er að vona að þetta komi í ljós á næstu klukku­stund­um því að núna er bara þol­in­mæðin á þrot­um hjá þessu göf­uga fólki,“ seg­ir Hlín og vís­ar til starfs­fólks skól­ans.

Hljóðið í nem­end­um farið að breyt­ast 

Þá hafi það mót­læti og skelf­ing­ar­ástand sem skól­inn hafi staðið fyr­ir síðustu vik­ur þjappað kenn­ur­um og nem­end­um sam­an og seg­ir Hlín starf­sem­ina hafa gengið á „fal­legri hug­sjón.“

Nefn­ir hún einnig að hljóðið í nem­end­um skól­ans hafi verið gott fram­an af en hafi á síðustu dög­um farið að breyt­ast. Svör séu því nauðsyn­leg og seg­ist hún aðspurð eiga von á því að fá upp­lýs­ing­ar frá stjórn­völd­um seinna í dag.

„Eitt­hvað verður að skýr­ast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert