Þorgerður Katrín sat fund varnarmálaráðherra

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sótti fundinn sem lauk í dag.
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sótti fundinn sem lauk í dag. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Mögu­leg fjölþjóðleg stuðningsaðgerð til handa Úkraínu var meðal umræðuefna á fundi varn­ar­málaráðherra um þrjá­tíu ríkja í gær. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir var meðal þeirra sem tóku þátt í fund­ar­höld­un­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu. 

Fund­ur­inn fór fram í Brus­sel í dag og í gær. Fundað var í gær und­ir for­ystu Breta og Frakka þar sem rætt var um mögu­lega stuðningsaðgerð fyr­ir Úkraínu ef til vopna­hlés kæmi. Í dag fundaði svo sér­stak­ur ríkja­hóp­ur til stuðnings vörn­um Úkraínu, þar sem fimm­tíu ríki, þar á meðal Ísland, eiga sæti.

„Það er ljóst að Evr­ópu­ríki og Kan­ada hafa tekið sögu­leg­ar ákv­arðanir um að marg­falda fram­lög til varn­ar­mála og styðja þannig við sam­eig­in­leg­ar varn­ir og ör­yggi. Mik­ill sam­hug­ur rík­ir um áfram­hald­andi öfl­ug­an stuðning við varn­ir Úkraínu til þess að tryggja frið á þeirra for­send­um. Ísland mun ekki láta sitt eft­ir liggja í þeim efn­um,“ er haft eft­ir Þor­gerði í til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðsins. 

Þor­gerður Katrín fundaði einnig með Kaju Kallas, ut­an­rík­is­mála­stjóra ESB, og Andrius Ku­bilius, fram­kvæmda­stjóra ESB fyr­ir varn­ar­mál. Þar var rætt hvernig styrkja mætti sam­starf við ESB á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála en ör­ygg­is­mál á norður­slóðum voru einnig í brenni­depli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert