Þriggja ára fangelsi og tæplega 2 milljarða sekt

Sigurður Gísli Björnsson við fyrirtökuna í desember 2023.
Sigurður Gísli Björnsson við fyrirtökuna í desember 2023. mbl.is/Hákon

Sig­urður Gísli Björns­son var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í þrjú ár og til greiðslu rúm­lega 1,8 millj­arða króna sekt­ar til rík­is­sjóðs fyr­ir stór­felld skatta­laga­brot og pen­ingaþvætti, þre­faldr­ar fjár­hæðar van­skil­anna.

Verði sekt­in ekki greidd inn­an fjög­urra vikna frá birt­ingu dóms­ins skal Sig­urður sæta fang­elsi í 360 daga.

Þá voru gerðar upp­tæk­ar af banka­reikn­ing­um rúm­lega 8,7 millj­ón­ir króna og rúm­lega 31 þúsund doll­ar­ar auk áfall­inna vaxta og verðbóta frá 22. des­em­ber 2017.

Sig­urði Gísla og HK-68 ehf. (áður Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir) er gert að greiða mál­svarn­ar­laun skipaðs verj­anda þeirra, Þor­steins Ein­ars­son­ar lög­manns, að fjár­hæð rúm­lega 14,7 millj­ón­ir króna.

Dóm­ur féll í vik­unni í Héraðsdómi Reykja­ness, sem taldi ekki til­efni til að skil­orðsbinda neinn hluta refs­ing­ar­inn­ar.

Tveir menn voru dæmd­ir auk Sig­urðar Gísla fyr­ir aðild að mál­inu, ann­ar í átján mánaða fang­elsi, þar af fimmtán skil­orðsbundna, hinn í þriggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi og til greiðslu 3,5 millj­óna króna sekt­ar til rík­is­sjóðs. Greiði hann ekki sekt­ina inn­an fjög­urra vikna frá birt­ingu dóms­ins skal hann sæta fang­elsi í 80 daga.

Öðrum mann­in­um var gert að greiða þókn­un skipaðs verj­anda síns, Ing­ólfs Vign­is Guðmunds­son­ar lög­manns að fjár­hæð rúm­ar 725 þúsund krón­ur en verj­andi hins manns­ins af­salaði sér mál­svarn­ar­laun­um.

Málið hef­ur verið kennt við fiskút­flutn­ings­fyr­ir­tækið Sæ­mark-Sjáv­ar­af­urðir, en Sig­urður Gísli er eig­andi og fram­kvæmda­stjóri þess.

Var hann sak­felld­ur fyr­ir að hafa kom­ist hjá því að greiða tæp­lega hálf­an millj­arð króna í skatta eft­ir að hafa tekið tæp­lega 1,1 millj­arð út úr rekstri fé­lags­ins og komið fyr­ir í af­l­ands­fé­lög­um sem hann átti.

Þá var hann sak­felld­ur fyr­ir að hafa kom­ist hjá því að greiða sam­tals yfir 100 millj­ón­ir í skatta í tengsl­um við rekst­ur Sæ­marks með því að hafa van­fram­talið tekj­ur fé­lags­ins og launa­greiðslur starfs­manna upp á sam­tals 1,1 millj­arð og þar með kom­ist hjá því að greiða 81,8 millj­ón­ir í trygg­inga­gjald.

Hinir menn­irn­ir tveir voru sak­felld­ir fyr­ir að hafa aðstoðað Sig­urð Gísla við brot sín, meðal ann­ars með út­gáfu rangra og til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga.

Stór­felld og skipu­lögð brot sem end­ur­spegla ein­beitt­an brota­vilja

Um er að ræða gríðarlega um­fangs­mikið skattsvika­mál og í dómn­um kem­ur fram að brot Sig­urðar hafi verið stór­felld, skipu­lögð og fram­in með víta­verðum hætti sem end­ur­spegli ein­beitt­an brota­vilja, bæði að teknu til­liti til fjár­hæða og aðferða við brot­in.

Þá hafi brot­in staðið yfir í lang­an tíma og þeim hafi verið leynt með skipu­lögðum hætti.

Brot Sæ­marks og Sig­urðar Gísla snúa að skil­um á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um fyr­ir Sæ­mark um ára­bil þar sem rekstr­ar­tekj­ur fé­lags­ins voru van­fram­tald­ar vegna rang­færðra af­slátta vegna vöru­sölu til North Co­ast Sea­food Corp. og Atlantic Fresh Ltd.

Þá voru rekstr­ar­gjöld of­færð vegna viðskipta við Hraðfrysti­hús Hell­is-sands hf., Amih Ltd., Am­ber Ltd., Glugga og hurðasmiðju SB ehf. og vegna efti­r­á­greiddra af­slátta frá flutn­ings­fyr­ir­tækj­um.

Þá snúa brot Sæ­marks og Sig­urðar Gísla að því að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatts­skýrsl­um fyr­ir Sæ­mark á nokkr­um upp­gjörs­tíma­bil­um með því að of­fram­telja innskatt á grund­velli rangra og til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga sem gefn­ir voru út af Glugga og hurða-smiðju SB ehf. og þar með van­fram­telja virðis­auka­skatt sem standa bar skil á.

Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari. Málið var til rann­sókn­ar um langt …
Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari. Málið var til rann­sókn­ar um langt skeið, en hús­leit var gerð hjá Sig­urði Gísla árið 2017. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Launa­greiðslur starfs­manna Sæ­marks voru van­fram­tald­ar um ára­bil sem myndaði frá­drátt­ar­bær­an kostnað í rekstri fé­lags­ins og fé­lagið komst þannig und­an greiðslu trygg­inga­gjalds.

Færðir voru til­hæfu­laus­ir reikn­ing­ar í bók­haldi Sæ­marks um ára­bil til North Co­ast Sea­food Corp., Atlantic Fresh Ltd. og Hraðfrysti­húss Hell­is­sands hf. Þá voru rang­færsl­ur í bók­haldi fé­lags­ins einnig fólgn­ar í gjald­færslu til­hæfu­lausra sölu­reikn­inga frá Amih Ltd. og Am­ber Sea­food GmbH. sem og Glugga og hurðasmiðju SB ehf.

Brot Sig­urðar Gísla snúa þá að því að hann hafi staðið skil á efn­is­lega röng­um skatt­fram­töl­um um ára­bil með því að láta und­ir höfuð leggj­ast að telja fram sem skatt­skyld­ar tekj­ur meira en millj­arð króna vegna út­tekta hans úr rekstri Sæ­marks.

Pen­ingaþvætt­is­hlut­inn snýr að því að Sig­urður Gísli hafi látið Sæ­mark greiða til­hæfu­lausa gjald­a­reikn­inga og hafi rang­fært af­slátt­ar­reikn­inga í bók­hald fé­lags­ins að fjár­hæð nærri 1,3 millj­arða króna.

Hluta ólög­mætu út­tekta Sig­urðar úr Sæ­marki var ráðstafað til af­l­ands­fé­lag­anna Freez­ing Po­int Corp. og Fulcas Inc. sem Sig­urður Gísli var raun­veru­leg­ur eig­andi að.

Tölvu­póst­ar sem tengj­ast af­l­ands­fé­lög­un­um

Í dóm­in­um er farið yfir gögn sem varða af­l­ands­fé­lög­in tvö. Þar er meðal ann­ars minnst á óund­ir­ritaðan samn­ing frá ár­inu 2014 milli Sig­urðar Gísla og North Co­ast Sea­foods Corp. um kaup fé­lags­ins á 50% eign­ar­hlut í Sæ­marki-Sjáv­ar­af­urðum ehf. Ger­ir samn­ing­ur­inn ráð fyr­ir að leynd eigi að hvíla yfir eign­ar­haldi.

Tölvu­póst­ur frá Norm Stavis, eig­anda North Co­ast Sea­foods Corp., frá 7. des­em­ber 2014 seg­ir m.a. í ís­lenskri þýðingu: „U seg­ir mér að við séum með samn­ing. Til ham­ingju með nýja hjóna­bandið þitt!!! Hér er áætl­un mín, með fyr­ir­vara um samþykki þitt, ég vil gjarn­an milli­færa fjár­mun­ina [sjóðinn] 10. hvers mánaðar frá og með janú­ar og ljúki í mars (yfir þriggja mánaða tíma­bil) svo ekk­ert líti öðru­vísi út ...“

Í tölvu­pósti Sig­urðar Gísla til fyrr­greinds U frá 14. nóv­em­ber 2012 með yf­ir­skrift­ina „af­slátt­ur“ (e. reba­te) seg­ir hann meðal ann­ars í ís­lenskri þýðingu: „Ég er að skoða bæk­urn­ar hér á Íslandi og ég held að við gæt­um lifað með af­slætti að fjár­hæð um 1.000.000 banda­ríkja­dali fyr­ir árið 2012, sem við mynd­um skipta 50/​50 ...“

Í svari U spyr hann meðal ann­ars hvers vegna af­slátt­ur­inn sé 1.000.000 dal­ir, þar sem hann hafi næst­um því verið 1.200.000 dal­ir árið áður. Í svari Sig­urðar Gísla seg­ir m.a.: „Ok ok ég er bara að reyna að vera var­kár með fjár­flæðið höf­um það 1,2 $ ....600 hvor.“

Því svar­ar U og spyr hvort „þetta virki svona ... „Við mun­um halda þessu öllu eft­ir og síðan mun ég senda þér $598.158,89 hvert sem þú vilt og ég mun sjá um Norm vegna hinna $600.000“.

Sigurður neitaði alfarið sök. Fátt var þó dregið undan í …
Sig­urður neitaði al­farið sök. Fátt var þó dregið und­an í tölvu­póst­sam­skipt­um sem komu til kasta dóms­ins. mbl.is/​Há­kon

Í tölvu­pósti til Sig­urðar Gísla frá 11. mars 2015 seg­ir U meðal ann­ars í þýðingu: „ÉG ER MEÐ NOKKUÐ SEM ÞÚ ÁTT !!!!!!! 606230......... Hvert?“ Sig­urður Gísli svar­ar sama dag: „Gerðu það sama og þú gerðir í fyrra [...] láttu mig vita ef þú ert ekki leng­ur með upp­lýs­ing­arn­ar.“

Í kjöl­farið spyr U: „Fulcas í Lúx­em­borg eða Freez­ing Po­int í Panama“. Degi síðar, 12. mars 2015, greiddi North Co­ast Sea­foods Corp. 606.215 banda­ríkja­dali til Freez­ing Po­int Corp.

Þá sýna gögn að U send­ir tölvu­póst til Sig­urðar Gísla 29. des­em­ber 2015, ásamt af­slátt­ar­reikn­ingi, dag­sett­um 14. des­em­ber sama ár, vegna tíma­bils­ins 1. janú­ar til 12. des­em­ber 2015, að fjár­hæð 1.318.203 dal­ir. Í póst­in­um spyr U: „Geng­ur þetta ?? Hver verður skipt­ing­in ???“ Ákærði Sig­urður Gísli svar­ar tölvu­póst­in­um sam­dæg­urs og svar­ar að þetta gangi.

Þann 6. janú­ar 2016 send­ir Sig­urður Gísli tölvu­póst til U þar sem hann seg­ir skipt­ing­una vera: „562.950 usd Ice­land“ og „755.253 usd USA“. U svar­ar þeim pósti degi síðar og send­ir af­slátt­ar­reikn­ing í viðhengi og spyr jafn­framt hvort hann megi „... byrja að halda eft­ir í næstu viku ... 100.000 á viku ???“ Einnig spyr hann hvort það væri sami staður og á síðasta ári fyr­ir ákærða Sig­urð Gísla „þegar tími væri kom­inn“.

Í gögn­um ligg­ur fyr­ir að North Co­ast Sea­foods Corp. lagði fyrr­greinda fjár­hæð, 562.950 USD, inn á banka­reikn­ing Freez­ing Po­int Corp. 25. fe­brú­ar 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert