Þyrla Landhelgisgæslunnar var send norður í land í tengslum við alvarlega umferðarslysið sem varð sunnan við Hofsós í kvöld.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að þyrlan hafi þá flutt einn einstakling til Reykjavíkur.
Slysið varð á Siglufjarðarvegi við Grafará sunnan við Hofsós á níunda tímanum í kvöld.