Þyrlan send á Sauðárkrók: Einn fluttur í bæinn

Þyrlan flutti einn einstakling til Reykjavíkur.
Þyrlan flutti einn einstakling til Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var send norður í land í tengsl­um við al­var­lega um­ferðarslysið sem varð sunn­an við Hofsós í kvöld.

Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að þyrl­an hafi þá flutt einn ein­stak­ling til Reykja­vík­ur.

Slysið varð á Siglu­fjarðar­vegi við Grafará sunn­an við Hofsós á ní­unda tím­an­um í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka