Tilkynningum um neyslu barna fjölgar um 90%

Heilt yfir fjölgaði tilkynningum um áhættuhegðun barna á milli ára …
Heilt yfir fjölgaði tilkynningum um áhættuhegðun barna á milli ára um rúm 16 prósent. Ljósmynd/Colourbox

Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar um að barn neyti áfeng­is eða annarra efna sem lík­leg eru til að valda því skaða, fjölgaði um tæp 90 pró­sent á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024, miðað við sama tíma­bil á und­an.

Til­kynn­ing­um fjölgaði úr 457 í 868 á milli ára en fjölg­un­in er meiri hjá stúlk­um en drengj­um.

Heilt yfir fjölgaði til­kynn­ing­um um áhættu­hegðun barna á milli ára um rúm 16 pró­sent.

Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Flest­ar til­kynn­ing­ar vegna van­rækslu

Sé horft á all­ar til­kynn­ing­ar til barna­vernd­ar fjölgaði þeim um tæp 12 pró­sent á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024, miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Til­kynn­ing­um fjölgaði í öll­um lands­hlut­um en mest í Reykja­vík, eða um rúm 13 pró­sent.

Líkt og fyrri ár voru flest­ar til­kynn­ing­ar á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 vegna van­rækslu, eða rúm 42 pró­sent allra til­kynn­inga. Hlut­fall til­kynn­inga vegna áhættu­hegðunar barna var tæp 33 pró­sent og hlut­fall til­kynn­inga vegna of­beld­is á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 var rúm 24 pró­sent.

Til­kynn­ing­um fjölg­ar jafnt og þétt

Flest­ar til­kynn­ing­ar bár­ust frá lög­reglu, líkt og áður eða tæp 40 pró­sent. Næst­flest­ar frá skól­um og þar á eft­ir frá heil­brigðisþjón­ustu.

Sam­an­lagður fjöldi til­kynn­inga frá barn­inu sjálfu, ætt­ingj­um barns, ná­grönn­um og öðru nærum­hverfi var 1.808 á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 eða tæp 15 pró­sent allra til­kynn­inga.

Sam­an­lagður fjöldi barna sem til­kynnt var um á fyrstu níu mánuðum árs­ins 2024 var 9.333 börn en 8.484 börn árið á und­an og 7.830 árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert