„Vorstemmningin er langt í burtu“

Veturinn mun ekki sleppa tökunum af landinu alveg strax.
Veturinn mun ekki sleppa tökunum af landinu alveg strax. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Él, slydda, snjór og kuldi munu láta fyr­ir sér finna á land­inu næstu daga.

Þetta seg­ir Marcel de Vries, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Slydda og rign­ing á suðvest­ur­horn­inu

Hann seg­ir að él verði víðs veg­ar um landið í dag, nema í raun fyr­ir aust­an þar sem finna má prýðilegt veður í dag og á morg­un.

Þá megi bú­ast við slyddu og rign­ingu fyr­ir sunn­an og á suðvest­ur­horn­inu á morg­un.

Hit­inn ná­lægt frost­marki

„Á sunnu­dag­inn gjör­breyt­ist veðrið. Þá snýst í norðaustanátt og þá verður snjó­koma og slydda fyr­ir norðan og aust­an og líka á Strönd­um. En á höfuðborg­ar­svæðinu verður hins veg­ar bjart og þurrt.“

Seg­ir de Vries að það veðurfar muni svo halda áfram ein­hverja daga inn í næstu viku.

„Þá erum við með hita ná­lægt frost­marki fyr­ir norðan og aust­an. Hann fer kannski upp í 5 stig, kannski aðeins meira af og til, syðst á land­inu.“

„En vor­stemmn­ing­in er langt í burtu,“ bæt­ir de Vries við að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert