„Alveg skelfileg tilhugsun“

Rýmið sem hópurinn í Smiðju er vanur er að sögn …
Rýmið sem hópurinn í Smiðju er vanur er að sögn Ásgeirs hlýlegt. mbl.is/Karítas

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir Ásgeir Sverris­son um áform Reyka­vík­ur­borg­ar að flytja starf­semi Smiðju, vinnu og virkni fyr­ir fatlað fólk, og sam­eina hana við Opus, vinnu- og virkni­miðstöð. Ásgeir er faðir drengs sem er með dæmi­gerða ein­hverfu og mikla þroska­skerðingu og hef­ur sótt þjón­ustu Smiðju í fimm ár. 

„Ef það á að fara að inn­rétta þetta upp á nýtt til að henta þess­um hópi þá tek­ur það tölu­verðan tíma, nema þeir ætli bara að hafa þetta sem opið skrif­stofu­rými, sem er al­veg skelfi­leg til­hugs­un,“ seg­ir Ásgeir.

Rýmið sem hóp­ur­inn í Smiðju er van­ur er að sögn Ásgeirs hlý­legt. Það sam­an­stend­ur af mörg­um rým­um sem auðvelt er að skipta upp, þar er nota­legt and­rúms­loft og hljóðvist­in er mjög góð, en Ásgeir hef­ur meðal ann­ars mikl­ar áhyggj­ur af hljóðvist­inni í opnu rými eins og nýja staðnum.

Fyr­ir ein­stak­linga með sér­tæk­ar þarf­ir er þétt setið hús­næði með mikl­um hávaða ekki boðlegt. Þjón­ust­an verður að byggja á grunn­regl­um al­gildr­ar hönn­un­ar, þar sem tekið er mið af aðstæðum sem skapa ró og ör­yggi fyr­ir bæði not­end­ur og starfs­fólk.

Áskrif­end­ur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka