„Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Ásgeir Sverrisson um áform Reykavíkurborgar að flytja starfsemi Smiðju, vinnu og virkni fyrir fatlað fólk, og sameina hana við Opus, vinnu- og virknimiðstöð. Ásgeir er faðir drengs sem er með dæmigerða einhverfu og mikla þroskaskerðingu og hefur sótt þjónustu Smiðju í fimm ár.
„Ef það á að fara að innrétta þetta upp á nýtt til að henta þessum hópi þá tekur það töluverðan tíma, nema þeir ætli bara að hafa þetta sem opið skrifstofurými, sem er alveg skelfileg tilhugsun,“ segir Ásgeir.
Rýmið sem hópurinn í Smiðju er vanur er að sögn Ásgeirs hlýlegt. Það samanstendur af mörgum rýmum sem auðvelt er að skipta upp, þar er notalegt andrúmsloft og hljóðvistin er mjög góð, en Ásgeir hefur meðal annars miklar áhyggjur af hljóðvistinni í opnu rými eins og nýja staðnum.
Fyrir einstaklinga með sértækar þarfir er þétt setið húsnæði með miklum hávaða ekki boðlegt. Þjónustan verður að byggja á grunnreglum algildrar hönnunar, þar sem tekið er mið af aðstæðum sem skapa ró og öryggi fyrir bæði notendur og starfsfólk.
Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.