Landsfundur Samfylkingarinnar í Grafarvogi stendur yfir.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, flytur stefnuræðu sem hefst klukkan 13.30.
Forseti Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins halda hátíðarávörp, auk þess pallborðsumræður fara fram um öryggis- og varnarmál. Að auki munu ráðherrar flokksins mæta í sófaspjall um fyrstu 100 daga ríkisstjórnarinnar.
Fylgjast má með ræðunum og umræðunum í beinni hér að neðan.