Slökkviliðið er með mikið viðbragð við Háteigsskóla í Hlíðunum þar sem eldur kom upp í bílskúr í nágrenninu.
Engan sakaði að sögn Sigurjóns Ólafssonar, varðstjóra Slökkviliðs, sem segir við mbl.is að allt tiltækt lið slökkviliðs hafi verið sent á vettvang. Tilkynningin hafi borist á sjötta tímanum í dag.
Eldurinn er í skúr við bílastæðaplan Bólstaðarhlíðar 41-45 og Sigurjón segir að eldurinn sé staðbundinn við bílskúrinn. Slökkviliðsmenn reyna nú ráða niðurlögum eldsins. Enginn sé í hættu.
Blaðamaður mbl.is sem átti leið framhjá sá fjóra dælubíla og tvo slökkviliðsbíla á vettvangi.
Fréttin hefur verið uppfærð.