Eldur kviknaði í bílskúr við Bólstaðarhlíð

Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna eldsvoða í bílskúr við …
Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna eldsvoða í bílskúr við Bólstaðarhlíð í nágrenni Háteigsskóla. mbl.is/Eyþór

Slökkviliðið er með mikið viðbragð við Há­teigs­skóla í Hlíðunum þar sem eld­ur kom upp í bíl­skúr í ná­grenn­inu.

Eng­an sakaði að sögn Sig­ur­jóns Ólafs­son­ar, varðstjóra Slökkviliðs, sem seg­ir við mbl.is að allt til­tækt lið slökkviliðs hafi verið sent á vett­vang. Til­kynn­ing­in hafi borist á sjötta tím­an­um í dag.

Eld­ur­inn er í skúr við bíla­stæðapl­an Bólstaðar­hlíðar 41-45 og Sig­ur­jón seg­ir að eld­ur­inn sé staðbund­inn við bíl­skúr­inn. Slökkviliðsmenn reyna nú ráða niður­lög­um elds­ins. Eng­inn sé í hættu.

Blaðamaður mbl.is sem átti leið fram­hjá sá fjóra dælu­bíla og tvo slökkviliðsbíla á vett­vangi.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna eldsvoða í bílskúr við …
Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna elds­voða í bíl­skúr við Bólstaðar­hlíð í ná­grenni Há­teigs­skóla. mbl.is/​Eyþór
Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna eldsvoða í bílskúr við …
Slökkvilið er með mikið viðbragð vegna elds­voða í bíl­skúr við Bólstaðar­hlíð í ná­grenni Há­teigs­skóla. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert