Fjórir slösuðust í alvarlegu umferðarslysi

Ökumaður bifreiðarinnar og þrír farþegar voru fluttir af vettvangi, m.a. …
Ökumaður bifreiðarinnar og þrír farþegar voru fluttir af vettvangi, m.a. með þyrlu Landhelgisgæslunnar til aðhlynningar. mbl.is/Árni Sæberg

Fjór­ir slösuðust í al­var­legu um­ferðarslysi í gær­kvöldi þegar bif­reið lenti utan veg­ar á Siglu­fjarðar­vegi, við Grafará, sunn­an Hofsós.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Norður­landi vestra.

Ökumaður bif­reiðar­inn­ar og þrír farþegar voru flutt­ir af vett­vangi, m.a. með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til aðhlynn­ing­ar.

„Líðan þeirra er eft­ir at­vik­um. Þá var óskað eft­ir aðkomu áfallat­eym­is RKÍ og bakvakt barna­vernd­ar í Skagaf­irði var upp­lýst um málið en tals­vert var af ung­menn­um á vett­vangi. Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa er enn á vett­vangi og veg­ur­inn því lokaður áfram,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert