Gætum fundið fyrir dvínandi áhuga á Bandaríkjunum

Evrópubúar eru margir farnir að aflýsa ferðum sínum til Bandaríkjanna …
Evrópubúar eru margir farnir að aflýsa ferðum sínum til Bandaríkjanna í sumar. Þurfa Íslendingar að hafa áhyggjur? AFP

Tals­vert færri Evr­ópu­bú­ar heim­sóttu Banda­rík­in í mars í ár held­ur en í mars í fyrra. Áhugi Evr­ópu á Banda­ríkj­un­um virðist fara dvín­andi og ferðamála­stjóri Íslands seg­ir að það hljóti að hafa áhrif á ferðaþjón­ust­una hér á landi.

Vest­ur­evr­ópsk­ir ferðamenn sem dvöldu að minnsta kosti eina nótt í Banda­ríkj­un­um voru 17% færri í mars í ár held­ur en á sama tíma í fyrra, sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá banda­rísku Alþjóðaviðskipta­stofn­un­inni (In­ternati­onal Tra­de Adm­in­istrati­on). Reynd­ar fækk­ar Íslend­ing­um mest, um 35%, en smáþjóð sem Ísland eru ólík­lega aðal­mark­hóp­ur banda­ríska ferðaiðnaðar­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert