„Ég get ekki séð hvernig þetta á að vera valdníðsla“

„Ég veit ekki hvernig staðan er í fjármálum þarna, en …
„Ég veit ekki hvernig staðan er í fjármálum þarna, en ég veit að skólinn er gjaldþrota og ég hef auðvitað ekkert leyfi til að setja fjármuni inn í gjaldþrota skóla,“ segir ráðherrann. Samsett mynd mbl.is/Karítas/Eggert

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, mennta- og barna­málaráðherra, seg­ir Kvik­mynda­skóla Íslands hafa fengið mikla fjár­muni fyr­ir ára­mót, sem áttu að duga út árið. Hann hafi ekki leyfi til að setja fjár­muni inn í gjaldþrota skóla.

Greint var frá und­ir lok mars að Kvik­mynda­skól­inn væri kom­inn í gjaldþrotameðferð. Kenn­ar­ar skól­ans störfuðu áfram launa­laust til að halda kennslu gang­andi.

Mennta- og barna­málaráðuneytið greindi svo frá í gær að nem­end­um skól­ans yrði boðið að ljúka námi í Tækni­skól­an­um.

For­svars­menn Kvik­mynda­skól­ans tóku illa í þá lausn og sendu frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir sögðu m.a. stjórn­sýslu ráðuneyt­is­ins vera hreina valdníðslu.

Skól­inn þegar gjaldþrota er Guðmund­ur tók við sem ráðherra

„Ég get ekki séð hvernig þetta á að vera valdníðsla, vegna þess að þessi skóli var orðinn gjaldþrota þegar ég kom inn í ráðuneytið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi í sam­tali við mbl.is.

„Ég er bú­inn að vera að skoða hvað er í gangi þarna og komst að því að þeir fengu hell­ings­fjár­muni fyr­ir ára­mót sem áttu að duga allt árið – en þeir dugðu ekki nema tvo eða þrjá mánuði. Ég veit ekki hvernig staðan er í fjár­mál­um þarna, en ég veit að skól­inn er gjaldþrota og ég hef auðvitað ekk­ert leyfi til að setja fjár­muni inn í gjaldþrota skóla.“

Ýmis­legt þyrfti að breyt­ast

Í viðtali við mbl.is í lok mars sagði Hlín Jó­hann­es­dótt­ir, rektor Kvik­mynda­skól­ans, að skól­inn hefði vænt­ing­ar um að fá viður­kenn­ingu sem skóli með nám á há­skóla­stigi.

Þá hafa mánuðum sam­an staðið yfir viðræður milli skól­ans og bæði há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins og mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins, um yf­ir­færslu mál­efna skól­ans úr því síðar­nefnda yfir í það fyrr­nefnda.

Skól­inn hef­ur hingað til ekki hlotið viður­kenn­ingu sem skóli á há­skóla­stigi og því fylgt hon­um ekki það fjár­magn sem stjórn­end­ur skól­ans hafa gert sér von­ir um.

„Þeir vilja fá þetta á há­skóla­stig, og þá kem­ur mér þetta auðvitað ekk­ert við ef það fer þangað. En vanda­málið er að þau verða að fara eft­ir lög­um og regl­um. Skól­inn upp­fyll­ir til dæm­is ekki regl­ur um náms­lán,“ seg­ir Guðmund­ur, þegar hann er spurður um viðræðurn­ar, og nefn­ir að ým­is­legt þurfi að breyt­ast til þess að skól­inn fái viður­kenn­ingu sem há­skóla­stofn­un.

Kannaði hvað hann gæti gert fyr­ir nem­end­urna

Hann seg­ir að í ljósi stöðu skól­ans hafi hann farið að kanna hvað hann gæti gert fyr­ir nem­end­ur hans. Hann hafi kom­ist að því að Tækni­skól­inn væri til­bú­inn til að taka við nem­end­un­um, sem hann seg­ir mjög já­kvætt, þar sem um sé að ræða fram­halds­skóla sem veiti brú yfir í há­skóla að námi loknu.

Í kjöl­far ákvörðunar mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins gaf Rafiðnaðarsam­band Íslands út yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kom að Raf­mennt, sem sinn­ir fræðslu fyr­ir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi, vilji ganga til viðræðna við ráðuneytið um að taka við þeirri kennslu sem Kvik­mynda­skól­inn hef­ur haft á sinni könnu.

„Ég hélt að þeir ætluðu að taka þetta yfir. Síðan skild­ist mér að þeir hefðu hætt. Núna eru þeir komn­ir aft­ur, og ég mun þá skoða þetta áfram,“ seg­ir Guðmund­ur aðspurður um málið.

„Eins og ég segi: Ég get ekk­ert annað gert en að fara eft­ir lög­um, og á meðan skól­inn er gjaldþrota sé ég ekki hvernig ég á að taka á því. En ef Raf­mennt tek­ur yfir, þá er hann bara kom­inn á sama stað og aðrir einka­skól­ar og get­ur sótt um til okk­ar,“ seg­ir ráðherr­ann að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert