Glundroði er dásamlegt ástand

„Ég átti skemmtilegt samtal við bæjarstjórann og spurði hana hvort …
„Ég átti skemmtilegt samtal við bæjarstjórann og spurði hana hvort hún héldi að ég mætti setja verk mín upp á gámunum. Hún sagði mér bara að kýla á það og sjá hvað myndi gerast. Þetta myndi aldrei vera hægt í Þýskalandi, að bæjarstjóri gæfi svona óformlegt leyfi,“ segir Daniel Rode. mbl.is/Ásdís

Hinn þýski Daniel Rode kom til Íslands fyrr í mánuðinum til þess að fyll­ast ís­lensk­um inn­blæstri og til að skapa list sína í nýju um­hverfi fjarri heima­hög­un­um í Dres­den í Þýskalandi. Blaðamanni fannst til­valið að hitta lista­mann­inn á Mokka, kaffi­húsi bóhema og lista­fólks í ára­tugi, og þar var gott að ræða um kon­septlist.

Ekki fal­leg­ar setn­ing­ar

„Ég byrjaði í list minni að mála og teikna eins og flest­ir gera en færði mig svo sí­fellt meira út í kon­septlist­ina. Ég vinn aðallega með texta þannig að það eru ein­hver skila­boð sem hægt er að lesa á auðveld­an hátt en ég geri þau þó þannig að text­inn sé í raun sjálf mynd­in, áður en þú nærð að lesa úr orðunum,“ seg­ir Daniel, en hann raðar orðunum sam­an án bila og oft þannig að línu­skipt­ing­ar rugla mann aðeins í rím­inu.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka