Gular viðvaranir vegna norðan storms og hríðar

Spáð er norðan 15-20 m/s með snjókomu og skafrenning, einkum …
Spáð er norðan 15-20 m/s með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul­ar viðvar­an­ir vegna hríðar og storms á Aust­fjörðum, Aust­ur­landi að Glett­ingi og Norður­landi eystra og á Suðaust­ur­landi taka gildi í fyrra­málið.

Á Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi taka viðvar­irn­ar gildi klukk­an 6 í fyrra­málið, klukk­an 11 á Aust­ur­landi að Glett­ingi og klukk­an 14 á Norður­landi eystra.

Spáð er norðan 15-20 m/​s með snjó­komu og skafrenn­ing, einkum til fjalla, og búast má við lé­legu skyggni og versn­andi akst­urs­skil­yrðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert