Gular viðvaranir vegna hríðar og storms á Austfjörðum, Austurlandi að Glettingi og Norðurlandi eystra og á Suðausturlandi taka gildi í fyrramálið.
Á Austfjörðum og Suðausturlandi taka viðvarirnar gildi klukkan 6 í fyrramálið, klukkan 11 á Austurlandi að Glettingi og klukkan 14 á Norðurlandi eystra.
Spáð er norðan 15-20 m/s með snjókomu og skafrenning, einkum til fjalla, og búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.