Hilton með nýtt merki á Íslandi

Hótelið verður við hlið Frímúrarareglunnar í Bríetartúninu.
Hótelið verður við hlið Frímúrarareglunnar í Bríetartúninu. Teikning/THG arkitektar

Bohem­ian Hotels hafa samið við Hilt­on-hót­elkeðjuna, eina þá stærstu í heimi, um að opna Tempo-hót­el í Bríet­ar­túni.

Magnea Þórey Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bohem­ian Hotels, seg­ir hót­elið munu heita Tempo by Hilt­on Reykja­vík. Það verði eitt fyrsta hót­elið í heim­in­um með því vörumerki sem er opnað utan Banda­ríkj­anna.

Samn­ing­ur­inn vitn­ar því um til­trú Hilt­on-keðjunn­ar á Íslandi sem áfangastað.

Sam­hliða eru Bohem­ian Hotels að und­ir­búa opn­un ann­ars hót­els á Ak­ur­eyri í sam­starfi við Hilt­on-keðjuna. Það mun heita Skáld Hót­el Ak­ur­eyri og verður rekið und­ir merkj­um Curio Col­lecti­on by Hilt­on.

Jens Sand­holt bygg­ir Skáld Hót­el Ak­ur­eyri og hót­elið í Bríet­ar­túni og mun eiga bygg­ing­arn­ar, en hann breytti á sín­um tíma stór­hýsi við Mýr­ar­götu í Mar­ina-hót­elið. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka