Bohemian Hotels hafa samið við Hilton-hótelkeðjuna, eina þá stærstu í heimi, um að opna Tempo-hótel í Bríetartúni.
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Bohemian Hotels, segir hótelið munu heita Tempo by Hilton Reykjavík. Það verði eitt fyrsta hótelið í heiminum með því vörumerki sem er opnað utan Bandaríkjanna.
Samningurinn vitnar því um tiltrú Hilton-keðjunnar á Íslandi sem áfangastað.
Samhliða eru Bohemian Hotels að undirbúa opnun annars hótels á Akureyri í samstarfi við Hilton-keðjuna. Það mun heita Skáld Hótel Akureyri og verður rekið undir merkjum Curio Collection by Hilton.
Jens Sandholt byggir Skáld Hótel Akureyri og hótelið í Bríetartúni og mun eiga byggingarnar, en hann breytti á sínum tíma stórhýsi við Mýrargötu í Marina-hótelið.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag. Einnig má nálgast hana án endurgjalds í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.