Hundur réðst á konu á Sauðárkróki

Konan var sjálf með hundinn sinn í göngutúr þegar hún …
Konan var sjálf með hundinn sinn í göngutúr þegar hún mætti sheffer sem réðst á hana, samkvæmd heimildum mbl.is. mbl.is/Sigurður Bogi

Hund­ur beit konu á Sauðár­króki í gær­kvöldi og þurfti hún að leita lækn­isaðstoðar vegna áverk­anna.

Lög­regl­an á Norður­landi vestra grein­ir frá því á Face­book að til­kynn­ing hafi borist um að hund­ur hefði bitið konu.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is réðst shef­fer­hund­ur á kon­una, sem var sjálf úti að viðra smá­hund­inn sinn í gær­kvöldi. Smá­hund­ur­inn mun hafa fengið aðhlynn­ingu dýra­lækn­is.

Lög­regl­an seg­ir í til­kynn­ingu að í mál­um sem slík­um safni lög­regla upp­lýs­inga frá aðilum máls en úr­vinnsla máls­ins sé í hönd­um MAST og Heil­brigðis­eft­ir­lits Norður­lands vestra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka