Hundur beit konu á Sauðárkróki í gærkvöldi og þurfti hún að leita læknisaðstoðar vegna áverkanna.
Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebook að tilkynning hafi borist um að hundur hefði bitið konu.
Samkvæmt heimildum mbl.is réðst shefferhundur á konuna, sem var sjálf úti að viðra smáhundinn sinn í gærkvöldi. Smáhundurinn mun hafa fengið aðhlynningu dýralæknis.
Lögreglan segir í tilkynningu að í málum sem slíkum safni lögregla upplýsinga frá aðilum máls en úrvinnsla málsins sé í höndum MAST og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.