Langhlýjasta byrjun á apríl

Ungviðið hefur fengið mörg tækifæri til útivistar.
Ungviðið hefur fengið mörg tækifæri til útivistar. mbl.is/Karítas

Fyrstu 10 dag­ar apr­íl­mánaðar eru þeir lang­hlýj­ustu síðan mæl­ing­ar hóf­ust hér á landi. Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur vek­ur at­hygli á þessu á Mogga­blogg­inu.

Skráðar veður­at­hug­an­ir ná allt aft­ur til árs­ins 1845.

Fyrstu tíu dag­ar apr­íl­mánaðar hafa verið sér­lega hlý­ir, seg­ir Trausti. Meðal­hiti í Reykja­vík er +7,0 stig, 4,3 stig­um ofan meðallags 1991 til 2020 og 4,8 stig­um ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er lang­hlýj­asta apríl­byrj­un ald­ar­inn­ar. Það er einu stigi hlýrra en 2014, en þá var einnig mjög hlýtt. Kald­asta apríl­byrj­un­in á öld­inni var árið 2022, meðal­hiti þá var -0,9 stig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka