Menn gómaðir með steikarhníf, kjötöxi og fíkniefni

Alls voru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu …
Alls voru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu 5-17 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir karl­menn voru hand­tekn­ir í Breiðholti í dag eft­ir til­kynnt hafi verið um að þeir væru að sparka í hurð. Við ör­ygg­is­leit á mönn­un­um kom í ljós að ann­ar þeirra væri með steik­ar­hníf á sér og hinn með kjötöxi. Þá fund­ust einnig fíkni­efni á öðrum þeirra.

Þeir eiga von á væn­legri sekt fyr­ir vopna­b­urðinn, að því er kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 5 til klukk­an 17 í dag.

Bíl­velta í íbúðagötu í miðborg­inni

Einn karl­maður var hand­tek­inn í miðbæ Reykja­vík­ur eft­ir að hafa verið með of­beld­istil­b­urði. Fund­ust einnig meint fíkni­efni á mann­in­um og má hann eiga von á kæru vegna vörslu þeirra.

Þá var til­kynnt um bíl­veltu í íbúðagötu í miðborg­inni. Seg­ir í dag­bók­inni að ökumaður­inn hafi verið óslasaður eft­ir velt­una en að grun­ur hafi vaknað um að hann hefði verið und­ir áhrif­um fíkni­efna. Var hann því hand­tek­inn og vistaður í fanga­klefa vegna rann­sókn­ar­hags­muna.

Ber að virða taum­skyld­una

Ann­ar ökumaður var hand­tek­inn í dag en eft­ir að hafa verið gefið merki um að stöðva akst­ur við hefðbundið eft­ir­lit ók ökumaður­inn yfir gang­stétt­arkant og inn í runna þar sem hann stöðvaði bif­reiðina. Var hann sterk­lega grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is en einnig kom í ljós að hann hafði aldrei öðlast öku­rétt­indi.

Þá var til­kynnt um lausa hunda sem voru að angra veg­far­end­ur í Laug­ar­daln­um. Áréttaði lög­regla við eig­anda hund­anna að taum­skylda væri í Reykja­vík og að hon­um bæri að virða það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert