Nemendur ósáttir: „Við viljum vera hér“

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru ekki sáttir með ákvörðun menntamálaráðuneytisins. Hér …
Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands eru ekki sáttir með ákvörðun menntamálaráðuneytisins. Hér má sjá suma þeirra er mættu á neyðarfundinn í skólanum fyrr í dag. Ólafur Árdal

Nem­end­ur Kvik­mynda­skóla Íslands eru ekki sátt­ir með ákvörðun mennta­málaráðuneyt­is­ins um að þeim verði boðið að ljúka námi sínu í Tækni­skól­an­um. All­ir nem­end­ur skól­ans voru mætt­ir á neyðar­fund nem­enda­fé­lags­ins sem hald­inn var í Kvik­mynda­skól­an­um fyrr í dag.

Þetta seg­ir Katrín Eir Ásgeirs­dótt­ir, formaður Kín­ema, nem­enda­fé­lags Kvik­mynda­skól­ans, í sam­tali við mbl.is, en nem­enda­fé­lag skól­ans hef­ur gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem kallað er eft­ir taf­ar­laus­um aðgerðum vegna óvissu um framtíð kvik­mynda­náms.

Ætla að láta rödd sína heyr­ast

Er blaðamaður náði tali af Katrínu var hún ásamt sam­nem­end­um sín­um í Kvik­mynda­skól­an­um þar sem unnið er nú að því að rita opið bréf til Guðmund­ar Inga Krist­ins­son­ar, barna- og mennta­málaráðherra.

„Við kölluðum á svona neyðar­fund í dag þar sem að við ætl­um að láta okk­ar rödd heyr­ast af því að við erum ekki sátt með þetta,“ seg­ir Katrín.

„Við ætl­um að gera allt til þess að reyna að halda okk­ar striki í Kvik­mynda­skól­an­um af því við vilj­um vera hér.“

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, formaður KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands.
Katrín Eir Ásgeirs­dótt­ir, formaður KÍNEMA, nem­enda­fé­lags Kvik­mynda­skóla Íslands. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Skora á ráðuneytið að bregðast taf­ar­laust við

Í yf­ir­lýs­ingu nem­enda­fé­lags­ins kem­ur fram að nem­end­ur skori á ráðuneytið að bregðast taf­ar­laust við og tryggja áfram­hald­andi mennt­un í kvik­myndaiðnaði. Það sé nauðsyn­legt að leysa úr þeirri stöðu sem upp sé kom­in og standa vörð um vandað nám í kvik­mynda­gerð.

Seg­ir Katrín að nem­end­ur vilji nú koma að sínu orði og sín­um skoðunum hvað málið varðar.

„Ein stór fjöl­skylda“

Eins og greint hef­ur verið frá hef­ur kennslu verið haldið gang­andi í skól­an­um þrátt fyr­ir að kenn­ar­arn­ir hafi ekki fengið greidd laun og seg­ir Katrín mikla sam­stöðu hafa mynd­ast inn­an veggja skól­ans.

„Skól­inn okk­ar er bara ein stór fjöl­skylda. Kenn­ar­ar að kenna okk­ur launa­laust seg­ir svo­lítið mikið myndi ég segja.“

Vilja frek­ar að Raf­mennt taki við kennsl­unni

Raf­mennt, sem sinn­ir fræðslu fyr­ir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi, hef­ur lýst yfir vilja til að ganga til viðræðna við mennta- og barna­málaráðuneytið um að taka við þeirri kennslu sem Kvik­mynda­skól­inn hef­ur haft á sinni könnu og seg­ir Katrín alla nem­end­ur skól­ans vera sam­mála um að fá þá úr­lausn í gegn.

„Við héld­um að það væri komið í gegn og væri lausn­in á þessu en svo ein­hvern veg­inn varð það stoppað.“

Til­kynn­ing nem­enda­fé­lags­ins í heild sinni

Ákall um taf­ar­laus­ar aðgerðir vegna óvissu um framtíð kvik­mynda­náms

Nem­enda­fé­lag Kvik­mynda­skóla Íslands lýs­ir yfir mikl­um áhyggj­um vegna þeirr­ar óvissu sem rík­ir um framtíð náms í kvik­mynda­gerð á Íslandi eft­ir að rekstr­ar­fé­lag skól­ans varð gjaldþrota í mars síðastliðnum. Sam­ráðsleysi mennta­málaráðuneyt­is­ins und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið al­gjört og ljóst að viðbrögð stjórn­valda ógna mennt­un og framtíð kvik­mynda­gerðar í land­inu.

Við skor­um á ráðuneytið að bregðast taf­ar­laust við og tryggja áfram­hald­andi mennt­un í kvik­myndaiðnaði. Það er nauðsyn­legt að leysa úr þeirri stöðu sem upp er kom­in og standa vörð um vandað nám í kvik­mynda­gerð.

Skýr vilji hef­ur verið hjá ráðuneyti há­skóla­mála að færa námið á há­skóla­stig í sam­vinnu við starf­andi há­skóla eins og öll rök standa til. Nem­end­ur skól­ans hafa velflest­ir þegar lokið próf­um við fram­halds- og há­skóla og jafn­vel fleiri en einni gráðu og því ljóst að flutn­ing­ur í skyndi án alls sam­ráðs yfir í óskyld­an fram­halds­skóla, þar sem eng­in hefð er fyr­ir kennslu í kvik­myndalist­inni, leys­ir eng­an vanda. Harm­ar fé­lagið að nýr mennta­málaráðherra tjái sig op­in­ber­lega um slík mál án þess að kynna sér for­sög­una og staðreynd­ir.

Ára­tuga grasrót­ar­starf má ekki dæma af léttúð sem vanda ein­hvers einka­skóla. Halda þarf áfram vinnu í há­skólaráðuneyt­inu, þar sem skiln­ing­ur rík­ir á þessu mik­il­væga starfi og ryðja þarf öll­um hindr­un­um fyr­ir þeirri lausn úr vegi án frek­ari tafa. Fjör­egg og framtíð nem­enda og ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar er und­ir.

Nem­enda­fé­lag Kvik­mynda­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert