Ráðuneytið vilji ekki grípa tækifærið

Kvikmyndaskóli Íslands.
Kvikmyndaskóli Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Raf­mennt, sem sinn­ir fræðslu fyr­ir raf- og tækniiðnaðinn á Íslandi, lýs­ir yfir vilja til að ganga til viðræðna við mennta- og barna­málaráðuneytið um að taka við þeirri kennslu sem Kvik­mynda­skól­inn hef­ur haft á sinni könnu.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Rafiðnasam­bandi Íslands en í síðasta mánuði var til­kynnt að rekstr­ar­fé­lag Kvik­mynda­skól­ans Íslands væri á leið í gjaldþrot.

„Nem­end­ur í kvik­myndaiðnaði eru framtíðarfé­lags­fólk í Fé­lagi tækni­fólks, aðild­ar­fé­lagi Rafiðnaðarsam­bands Íslands – ann­ars tveggja eig­enda Raf­mennt­ar. Því ligg­ur beint við að Raf­mennt taki við þess­ari fræðslu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem Jakob Tryggva­son, formaður RSÍ, og Þór Páls­son, fram­kvæmda­stjóri og skóla­meist­ari Raf­mennt­ar, skrifa und­ir.

Þar seg­ir enn frem­ur að þrátt fyr­ir yf­ir­lýst­an vilja og stuðning ann­ars staðar úr stjórn­sýsl­unni hafi ráðuneytið ekki viljað grípa tæki­færið og ræða við stjórn Raf­mennt­ar. Það veki bæði undr­un og áhyggj­ur og skor­ar stjórn­in á ráðuneytið að bregðast við án taf­ar og hefja sam­tal.

„Leysa þarf taf­ar­laust úr þeirri stöðu sem upp er kom­in og tryggja að framtíð kvik­mynda­gerðar á Íslandi verði ekki teflt í tví­sýnu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert