Riddarar kærleikans í Boðunarkirkjunni

Söngvararnir, fyrir utan Elsu Waage, í fremri röð frá vinstri …
Söngvararnir, fyrir utan Elsu Waage, í fremri röð frá vinstri eftir lokaæfinguna: Elín Ósk Óskarsdóttir, Björg Birgisdóttir, Maríanna Másdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Hljómsveitarmennirnir í aftari röð. Frá vinstri: Kjartan Ólafsson, Smári Eiríksson, Konráð Óli Fjeldsted, Jóhann Grétarsson og Geir Jón Grettisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árleg­ir páska­tón­leik­ar hefjast klukk­an 15 í Boðun­ar­kirkj­unni á Álfa­skeiði 115 í Hafnar­f­irði á morg­un, pálma­sunnu­dag, og er aðgang­ur ókeyp­is sem fyrr. „Þetta eru upprisu­hátíðar­tón­leik­ar í til­efni pásk­anna og Boðun­ar­kirkj­an vill hafa frítt inn til að koma til móts við þá sem minna mega sín og hafa hrein­lega ekki efni á að borga aðgangs­eyri,“ seg­ir Elín Ósk Óskars­dótt­ir, sópr­an­söng­kona og list­rænn stjórn­andi í kirkj­unni. Legg­ur hún samt áherslu á að all­ir séu vel­komn­ir.

Elín Ósk skipu­lagði fyrstu páska­tón­leik­ana árið 2023. Þá, rétt eins og í fyrra og nú, fékk hún til liðs við sig þekkta og góða söngv­ara. „Ég er alltaf með gott fólk með mér,“ seg­ir hún, en nú eru það söng­kon­urn­ar Elsa Waage kontra­alt, Marí­anna Más­dótt­ir sópr­an, Björg Birg­is­dótt­ir sópr­an og Anna Sig­ríður Helga­dótt­ir alt. Dan Cassi­dy fiðluleik­ari er meðleik­ari ásamt hljóm­sveit kirkj­unn­ar und­ir stjórn Kjart­ans Ólafs­son­ar, eig­in­manns El­ín­ar Óskar. „Upp­bygg­ing tón­leik­anna hef­ur alltaf verið með svipuðu sniði, og við bregðum ekki út af van­an­um,“ held­ur hún áfram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert