Sendir ríkisstjórn tóninn

Fjármálaráð gagnrýnir að bætt afkomu- og skuldaviðmið séu öðru fremur …
Fjármálaráð gagnrýnir að bætt afkomu- og skuldaviðmið séu öðru fremur háð forsendu um væntan hagvöxt á næstu árum. mbl.is/Eyþór

Fjár­málaráð seg­ir það rýra trú­verðug­leika fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hún sé lögð fram sam­hliða fjár­mála­áætl­un. Henni sé ætlað að standa sjálf­stætt og leggja grunn að öðrum þátt­um stefnu­mörk­un­ar í op­in­ber­um fjár­mál­um, það er fjár­mála­áætl­un og fjár­lög­um.

„Til þess að stefn­an geti þjónað því hlut­verki þarf hún að vera lögð fram og af­greidd af hálfu þings­ins áður en fjár­mála­áætl­un er lögð fram,“ seg­ir í áliti fjár­málaráðs.

Fjár­málaráð gagn­rýn­ir jafn­framt að bætt af­komu- og skuldaviðmið séu öðru frem­ur háð for­sendu um vænt­an hag­vöxt á næstu árum, en um þróun hans rík­ir óvenju­mik­il óvissa nú um mund­ir.

Stefn­an væri trú­verðugri miðaði hún að því að bæta af­komu- og skuldaviðmið með minni aukn­ingu eða sam­drætti rík­is­út­gjalda, í stað þess að treysta á hag­vöxt sem rík­is­stjórn­in hef­ur lít­il bein áhrif á til skamms tíma.

Þá er gagn­rýnt að áform um lækk­un skulda séu aft­ur­hlaðin, svo mjög að lækk­un komi að mestu í hlut næstu rík­is­stjórn­ar ef ná eigi skulda­mark­miði árið 2037. Að óbreyttu ná­ist skulda­mark­mið ekki fyrr en um árið 2050.

Auk­in­held­ur er ef­ast um að hin nýja stöðug­leika­regla þjóni lækk­un skulda.

„Ef svig­rúm til út­gjalda­aukn­ing­ar er aukið í djúp­um niður­sveifl­um, en tveggja pró­senta raun­aukn­ing út­gjalda er full­nýtt utan þeirra, verður erfitt að greiða niður skuld­ir til að tak­ast á við síðari efna­hags­áföll sem munu óhjá­kvæmi­lega eiga sér stað,“ seg­ir meðal ann­ars í álits­gerðinni.

Ráðið hef­ur enn frem­ur áhyggj­ur af fyr­ir­komu­lagi skuldaþró­un­ar­áætl­un­ar, sem tek­ur við af brott­felld­um tölu­leg­um skil­yrðum skulda­lækk­un­ar­reglu.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka