Skjálftahrina í Ljósufjallakerfinu

Ljósufjallakerfið teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í …
Ljósufjallakerfið teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði og dregur nafn sitt af fjallgarðinum á Snæfellsnesi. Skjálftarnir hafa að mestu verið bundnir við Grjótárvatn. mbl.is/Árni Sæberg

Rúm­lega tutt­ugu skjálft­ar hafa mælst í dag í Ljósu­fjalla­kerf­inu, nán­ar til­tekið við Grjótár­vatn.

Minn­ey Sig­urðardótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir hrin­ur af þess­um toga hafa komið í hviðum síðan eld­virkni hófst á Reykja­nesskaga, þó að ekki sé endi­lega nein bein teng­ing þar á milli.

„Þetta eru mjög djúp­ir skjálft­ar, bara svona hreyf­ing­ar í skorp­unni. Þetta er ekk­ert sem bend­ir til kviku eða neitt þannig,“ seg­ir Minn­ey í sam­tali við mbl.is.

„Við erum að fylgj­ast með þess­um skjálft­um og erum búin að vera að gera það síðustu þrjú ár, en þetta eru bara djúp­ir skjálft­ar og við erum búin að vera að fá svona hrin­ur.“

Grjótár­vatn er inn­an eld­stöðva­kerf­is Ljósu­fjalla á Snæ­fellsnesi.

Í janú­ar jókst skjálfta­virkni á svæðinu veru­lega og óróa­púls mæld­ist í kerf­inu. Grein­ing­ar á gervi­tung­la­gögn­um frá 2019 til sum­ars­ins 2024 sýna ekki mæl­an­lega af­lög­un á yf­ir­borði, en í ljósi auk­inn­ar virkni virkni og vís­bend­inga um kviku­inn­skot á tals­verðu dýpi hækkaði lög­regl­an á Vest­ur­landi vökt­un­arstigið á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert