Snjókoma í kortunum

Gera má ráð fyrir snjókomu.
Gera má ráð fyrir snjókomu. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Í dag geng­ur í aust­an kalda eða strekk­ing á sunn­an­verðu land­inu með úr­komu, sem verður yf­ir­leitt rign­ing nærri sjáv­ar­máli, en slydda eða snjó­koma í upp­sveit­um og á heiðum. Á norður­helm­ingi lands­ins verður hæg­ari vind­ur í dag og bjart veður,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Þá kem­ur fram að á morg­un gangi í all­hvassa eða hvassa norðanátt. „Með henni fylg­ir snjó­koma, fyrst á aust­an­verðu land­inu, en einnig norðan­lands síðar um dag­inn. Yf­ir­leitt þurrt suðvest­an­til.“

Gera má ráð fyr­ir kaldri norðanátt fram eft­ir næstu viku. „Spár gera síðan ráð fyr­ir að við verðum í kaldri norðanátt áfram fram eft­ir næstu viku. Ofan­koma af og til á norður­helm­ingi lands­ins, en yf­ir­leitt þurrt sunn­an­lands.“

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert