Tvo strippara í hjólastól og Taylor West, sem er dvergvaxinn

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Und­an­far­in ár hef­ur Mar­grét Erla Maack staðið fyr­ir burleque-sýn­ing­um í Þjóðleik­hús­kjall­ar­an­um. Lista­menn­irn­ir sem fram koma eru upp til hópa ís­lensk­ir, þó einnig sýni iðulega er­lend­ir gest­ir, og Mar­grét seg­ir að það hafi gengið vel að finna fólk. „Við ger­um þetta fyrst í gegn­um sirk­us­inn Íslands, þar sem að við átt­um fullt af atriðum sem hægt var að snúa upp á, gerðum atriðið og fór­um úr föt­un­um á meðan.“

    Mar­grét seg­ir líka að þau hafi verið dug­legri við að setja alls kon­ar fólk á svið en ger­ist og geng­ur í al­mennu leik­húsi. „Við höf­um verið með tvo stripp­ara í hjóla­stól og Tayl­or West, sem er dverg­vax­inn og einn stærsti maður í þess­um bis­ness í heim­in­um í dag, hef­ur komið til okk­ar. Við erum líka með fólk á öll­um aldri. Sil­ver Fox er sex­tíu og eins árs á þessu ári og hún er bara einn flott­asti per­for­mer­inn sem við erum með. Þannig að sýn­ing­arn­ar okk­ar eru mjög fjöl­breytt­ar og þú veist aldrei hvað er að fara að koma næst.“

    Þannig að þetta er rosa­lega skap­andi.

    „Já, þetta er það og ég meina, þú veist, ég á björg­un­ar­sveit­ar­stripp­atriði til sem ég er í með brjósta­dúska með neyðarkall­in­um og ég á atriði þar sem ég er í glímu­bún­ingi og kveiki á brjóst­un­um á mér við Brennið þið vit­ar og svo fram­veg­is. Svo þetta er bara svo mik­ill fífla­gang­ur og það er það sem held­ur manni hress­um.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert