This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Undanfarin ár hefur Margrét Erla Maack staðið fyrir burleque-sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum. Listamennirnir sem fram koma eru upp til hópa íslenskir, þó einnig sýni iðulega erlendir gestir, og Margrét segir að það hafi gengið vel að finna fólk. „Við gerum þetta fyrst í gegnum sirkusinn Íslands, þar sem að við áttum fullt af atriðum sem hægt var að snúa upp á, gerðum atriðið og fórum úr fötunum á meðan.“
Margrét segir líka að þau hafi verið duglegri við að setja alls konar fólk á svið en gerist og gengur í almennu leikhúsi. „Við höfum verið með tvo strippara í hjólastól og Taylor West, sem er dvergvaxinn og einn stærsti maður í þessum bisness í heiminum í dag, hefur komið til okkar. Við erum líka með fólk á öllum aldri. Silver Fox er sextíu og eins árs á þessu ári og hún er bara einn flottasti performerinn sem við erum með. Þannig að sýningarnar okkar eru mjög fjölbreyttar og þú veist aldrei hvað er að fara að koma næst.“
Þannig að þetta er rosalega skapandi.
„Já, þetta er það og ég meina, þú veist, ég á björgunarsveitarstrippatriði til sem ég er í með brjóstadúska með neyðarkallinum og ég á atriði þar sem ég er í glímubúningi og kveiki á brjóstunum á mér við Brennið þið vitar og svo framvegis. Svo þetta er bara svo mikill fíflagangur og það er það sem heldur manni hressum.“