Þyrlusveitin ræst út vegna leka í báti

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á mesta for­gangi auk sjó­björg­un­ar­sveita Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á þriðja tím­an­um í dag vegna leka sem kom upp um borð í fiski­báti sem stadd­ur var vest­ur af Akra­nesi.

Tveir voru um borð í bátn­um. Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæslu Íslands.

Björg­un­ar­skip Lands­bjarg­ar dreg­ur bát­inn til hafn­ar

Seg­ir þar enn frem­ur að stjórn­stöð gæsl­unn­ar hafi ræst út viðbragðsaðila en auk þess voru skip í grennd­inni beðin um að halda á vett­vang.

Þá kem­ur fram að björg­un­ar­skip Lands­bjarg­ar á Akra­nesi hafi komið fljótt á staðinn og gekk vel að koma í veg fyr­ir lek­ann.

Taug var komið fyr­ir á milli fiski­skips­ins og björg­un­ar­skips­ins sem dreg­ur nú bát­inn til hafn­ar og var þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar aft­ur­kölluð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert