Tveir gripnir með kókaín á flugvellinum

Tilraunum til eiturlyfjasmygls fer fjölgandi.
Tilraunum til eiturlyfjasmygls fer fjölgandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður á þrítugs­aldri var hand­tek­inn á Kefla­vík­ur­flug­velli á fimmtu­dag með kókaín í far­angr­in­um en hann kom hingað til lands með flugi frá Spáni. Þá var maður á 19. ald­ursári hand­tek­inn sama dag við komu til lands­ins frá Frakklandi. Var sá með kókaín falið í far­angri sín­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um sem birt er á vef lög­regl­unn­ar.

Alls eru nú 25 menn frá 15 lönd­um í gæslu­v­arðhaldi að kröfu lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um. Þeir eiga rík­is­fang í Palestínu, Sýr­landi, Spáni, Gín­eu, Litáen, Níg­er­íu, Bras­il­íu, Spáni, Grikklandi, Als­ír, Póllandi, Þýskalandi, Slóvakíu, Frakklandi og Lett­landi og sæta flest­ir gæslu­v­arðhaldi vegna inn­flutn­ings á ólög­leg­um fíkni­efn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert