„Við erum ekki klúbbur um einkahagsmuni“

Kristrún fór um víðan völl í ræðu sinni á landsfundi.
Kristrún fór um víðan völl í ræðu sinni á landsfundi. mbl.is/Eyþór

„Við sögðum á síðasta lands­fundi, fyr­ir tveim­ur og hálfu ári, að sá fund­ur myndi marka tíma­mót í sögu flokks og þjóðar. Og hingað erum við kom­in. Við boðuðum breyt­ing­ar. Og nú leiðum við breyt­ing­ar. Fyrst í flokkn­um og svo í rík­is­stjórn.“

Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og for­sæt­is­ráðherra, í stefnuræðu sinni á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag.

Kristrún sagði að Sam­fylk­ing­in hafi verið með plön sem nú sé verið að fram­kvæma en þau hafi verið mótuð í um­fangs­miklu sam­tali við al­menn­ing. Hún sagði Sam­fylk­ing­una aft­ur vera komna á rétt­an stað, þétt með þjóðinni og loks í for­ystu við stjórn lands­mála eft­ir ell­efu löng ár í stjórn­ar­and­stöðu.

Vinna að langvar­andi sigr­um fyr­ir fólkið

„Við vit­um að verk­efn­inu er eng­an veg­inn lokið. Vinn­an er rétt að hefjast og við mun­um halda áfram að móta flokk­inn okk­ar, þannig að við náum sem mest­um ár­angri - byggt á hug­sjón­um okk­ar og gild­um um frelsi, jafn­rétti og sam­stöðu. Því við fór­um ekki í póli­tík til að fagna stund­ar­sigri í kosn­ing­um held­ur til að vinna langvar­andi sigra í land­inu fyr­ir fólkið, sem mun­ar um í dag­legu lífi,“ sagði Kristrún.

Þá sagði hún að Sam­fylk­ing­in starfi að auðmýkt og virðingu fyr­ir um­bjóðend­um flokks­ins.

„Við ber­um rauða rós og fána Íslands til áminn­ing­ar um það hverj­um við þjón­um – ekki sjálf­um okk­ur held­ur Íslandi og öll­um þeim sem hér búa, vinn­andi fólki, hvar sem það skip­ar sér í flokk og leik og starfi. Við erum ekki klúbb­ur um einka­hags­muni eða einka­áhuga­mál flokks­fé­laga. Við erum og verðum alltaf að vera Sam­fylk­ing í þjón­ustu þjóðar.“

„Við erum og verðum alltaf að vera Samfylking í þjónustu …
„Við erum og verðum alltaf að vera Sam­fylk­ing í þjón­ustu þjóðar,“ sagði Kristrún. mbl.is/​Eyþór

Þá beri flokks­menn virðingu fyr­ir ólík­um gild­um og skoðunum. 

„Við ber­um virðingu fyr­ir ólík­um skoðunum – og, já, ólík­um gild­um. Við setj­um okk­ur ekki á háan hest. En ber­um höfuðið hátt – því að það meg­um við svo sann­ar­lega gera, stolt og hnar­reist. Flokk­ur­inn okk­ar er 25 ára í vor. En sag­an nær óslitið aft­ur til árs­ins 1916. Og hug­sjón­in lif­ir að ei­lífu,“ sagði hún.

Negla niður vext­ina með stóru sleggj­unni

Kristrún sagði að fyrstu 100 dag­ar verk­stjórn­ar­inn­ar segi sína sögu og að verk­in hafi verið lát­in tala.

„Við erum að negla niður vext­ina, með stóru sleggj­unni. Við erum að laga rík­is­fjár­mál­in og lög­festa stöðug­leika­reglu, auka traust til hag­stjórn­ar, allt eins og við sögðumst ætla að gera. Og þess vegna fara verðbólg­an og vext­irn­ir lækk­andi.“

Landsfundargestir hlustuðu gaumgæfilega á ræðu Kristrúnar.
Lands­fund­ar­gest­ir hl­ustuðu gaum­gæfi­lega á ræðu Kristrún­ar. mbl.is/​Eyþór

Kristrún sagði að vinn­andi fólk finni fyr­ir þessu í hverj­um ein­asta mánuði sem og fyr­ir­tæk­in. En sigri sé ekki fagnað of snemma held­ur taki Sam­fylk­ing­in fulla ábyrgð á stjórn efna­hags­mála með for­gangs­röðun, hagræðingu og tekju­öfl­un.

„Við sögðumst ætla að inn­leiða al­menn og rétt­lát auðlinda­gjöld. Og þetta er það sem við erum að gera. Við erum að leiðrétta veiðigjöld­in og það mun­ar um minna. Næsta haust ætl­um við að samþykkja ný lög um lagar­eldi á Íslandi, sem trygg­ir að nýt­ing­ar­rétt­ur í sjókvía­eldi verður tíma­bund­inn, ekki var­an­leg­ur eins og síðasta rík­is­stjórn vildi,“ sagði formaður­inn í ræðu sinni.

Auðlinda­gjöld af orku­vinnslu tek­in upp

Kristrún sagði að í haust verði tek­in upp al­menn auðlinda­gjöld af orku­vinnslu sem renni að hluta til nærsam­fé­lags, óháð eign­ar­haldi hvort sem verið er að vinna jarðvarma, vind eða
aðra orku­gjafa.

„Á næsta ári ætl­um við svo að taka upp auðlinda­gjald með álags­stýr­ingu í ferðaþjón­ustu, sem get­ur verið breyti­legt eft­ir árs­tíma og staðsetn­ingu, svo hægt sé að und­an­skilja landsvæði þar sem álag af ferðaþjón­ustu er lítið,“ sagði hún.

„Þetta er spurn­ing um að þora og gera og það verður ekki alltaf auðvelt – en við ætl­um að gera þetta,“ sagði Kristrún enn frem­ur. 

Kristrún fór yfir fyrstu verk ríkisstjórnarinnar.
Kristrún fór yfir fyrstu verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar. mbl.is/​Eyþór

Hún sagði að orku­mál­in væru loks­ins í góðum hönd­um og þar séu hlut­irn­ir að kom­ast á hreyf­ingu með víðtæk­um laga- og reglu­gerðarbreyt­ing­um strax á fyrstu mánuðum nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þar sé kraf­an skýr, aukið orku­fram­boð en líka var­færni og jafn­vægi milli ork­u­nýt­ing­ar og nátt­úru­vernd­ar.

„Ég má til með að þakka sam­starfs­flokk­um okk­ar í rík­is­stjórn, Viðreisn og Flokki fólks­ins, fyr­ir vel unn­in störf á fyrstu 100 dög­um verk­stjórn­ar. Og ég bind mikl­ar von­ir við sam­starfið á næstu árum,“ sagði Kristrún.

Vill vinna með at­vinnu­líf­inu

Þá vill Kristrún færa fólkið í land­inu nær hvert öðru. „Ég vil að Sam­fylk­ing hafi for­ystu um að færa fólkið í land­inu nær hvert öðru en ekki fjær. Og ég tel að enn þétt­ara sam­starf milli sam­taka launa­fólks og at­vinnu­rek­enda og stjórn­mála­flokk­anna í land­inu yrði til heilla fyr­ir land og þjóð.“

Einnig sagðist Kristrún vilja vinna enn bet­ur með at­vinnu­líf­inu.

„Ég veit að við get­um gert enn bet­ur í að vinna með at­vinnu­líf­inu til lengri tíma – og við eig­um að gera það. En það gild­ir líka á báða bóga og sam­an skul­um við finna takt­inn í því – vegna þess að Sam­fylk­ing­in er reiðbúin að bera ábyrgð á land­stjórn­inni sem kjöl­festu­flokk­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um.“

Margir flokksmenn sóttu landsfund.
Marg­ir flokks­menn sóttu lands­fund. mbl.is/​Eyþór

Meg­um aldrei vera varðhund­ar kerf­is­ins

Í lok ræðu sinn­ar sagði Kristrún að Sam­fylk­ing­in verði dæmd af verk­um sín­um og hvernig flokkn­um gangi að sinna hags­mun­um vinn­andi fólks.

„Þess vegna skul­um við taka upp „stóru skófl­una“ fyrst – eins og ónefnd­ur iðnrek­andi í Reykja­vík komst að orði – og ver­um al­gjör­lega óhrædd. Hrist­um upp í kerf­inu. Ver­um sjálfs­gagn­rýn­in. Við meg­um aldrei verða varðhund­ar kerf­is­ins ef það er ekki að virka fyr­ir venju­legt fólk. [...] Ríkið verður að virka. Og póli­tík­in má ekki skipt­ast á milli tveggja jaðra – ann­ars veg­ar þeirra sem eru lengst til hægri og vilja ekki að ríkið virki og hins veg­ar vinstri­flokka sem verja alltaf ríkið því þeir þora ekki að hrista upp í kerf­inu.“

Hún sagði að for­senda fyr­ir því póli­tík jafnaðarmanna fái braut­ar­gengi sé að tekið verði fast á þeim mál­um sem standa fólk­inu næst.

„Því að ann­ars munu jaðarflokk­ar stjórn­mál­anna og öfga­öfl nær­ast á skort­in­um. Og því miður sjá­um við dæmi þess alltof víða á Vest­ur­lönd­um. And­vara­leysi og kæru­leysi er ekki í boði. Ef við þorum ekki að brjóta upp og byggja aft­ur bet­ur það sem er ekki að virka – þá mun ysta hægrið nær­ast á því og þykj­ast geta boðið bet­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert