Aðgerðir til að bregðast við PISA kynntar eftir PISA

Áætlunin átti að gilda fyrir tímabilið 2024 til 2027.
Áætlunin átti að gilda fyrir tímabilið 2024 til 2027. Samsett mynd/Karítas

Ný aðgerðaáætl­un í mennta­mál­um sem síðasta rík­is­stjórn ætlaði að kynna 21. júní á síðasta ári, fyr­ir tæp­um tíu mánuðum, ligg­ur enn á borði ráðuneyt­is­ins.

Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, nýr mennta- og barna­málaráðherra, seg­ist vera að kynna sér aðgerðirn­ar. Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær þær verða kynnt­ar.

Áætl­un­in átti að gilda fyr­ir tíma­bilið 2024 til 2027 og áttu m.a. að bregðast við slök­um ár­angri ís­lenskra grunn­skóla­nema í PISA-könn­un­inni árið 2022, sem lögð er fyr­ir á þriggja ára fresti. 

Nú hafa grunn­skóla­nem­ar tekið aðra PISA-könn­un án þess að aðgerðir til að bregðast við þeirri sem á und­an kom hafi verið kynnt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert