Boða til samverustundar vegna slyssins

Samverustundin verður klukkan 17 á þriðjudaginn.
Samverustundin verður klukkan 17 á þriðjudaginn. Mynd/Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.

Fjöl­brauta­skóli Norður­lands vestra á Sauðár­króki hef­ur boðið til sam­veru­stund­ar í skól­an­um á þriðju­dag­inn vegna al­var­legs um­ferðarslyss sem átti sér stað í ná­grenni Hofsóss á föstu­dag­inn þar sem fjór­ir ung­ir pilt­ar slösuðust.

Að sögn Þor­kels Þor­steins­son­ar, sett skóla­meist­ara Fjöl­brauta­skóla Norður­lands vestra, eru þrír pilt­anna nem­end­ur við skól­ann en pilt­arn­ir fjór­ir, sem eru á aldr­in­um 17-18 ára, voru all­ir flutt­ir á Land­spít­al­ann og liggja þar á gjör­gæslu.

„Við ætl­um að bjóða fólki að koma sam­an og ræða mál­in enda eru marg­ir í áfalli og ekki síst öll ung­menn­in sem komu að slys­inu,“ seg­ir Þorkell í sam­tali við mbl.is.

Sam­veru­stund­in verður hald­in í bók­náms­húsi skól­ans klukk­an 17 á þriðju­dag­inn og eru all­ir vel­komn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert