Byggð í Geldinganesi oft til umræðu

Geldinganes, sem er 220 hektarar að flatarmáli, tengist fastalandinu með …
Geldinganes, sem er 220 hektarar að flatarmáli, tengist fastalandinu með mjóum granda sem gengt er yfir. Fremst á myndinni sést byggð íbúðarhúsa í Borgahverfi í Grafarvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Geld­inga­nes á Sund­un­um við Reykja­vík get­ur tal­ist vera hvort held­ur sem er eyja eða út­nes. Frá fastalandi við Strand­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík er slóði niður að því eiði eða hafti sem teng­ir staðinn við fastalandið. Fara verður yfir granda þenn­an gang­andi því að slag­brand­ur lok­ar fyr­ir um­ferð bíla. Í ára­tugi hef­ur Geld­inga­nes reglu­lega verið nefnt sem hugs­an­legt bygg­ing­ar­land; stund­um sem at­vinnusvæði eða þá íbúa­byggð.

Geld­ir sauðir fóður fálka

Upp­bygg­ingu í Geld­inga­nesi ber að skoða í ljósi fyr­ir­ætl­ana um gerð Sunda­braut­ar. Gert er ráð fyr­ir að inn­an tíðar liggi fyr­ir hvar Sunda­braut verður lögð. Sú lína sem oft­ast er nefnd er að sunn­an meg­in verði upp­hafið í Holta­görðum og þaðan verði gerð göng eða brú yfir Elliðaár­vog að Gufu­nesi. Þar rétt norðar myndi braut­in liggja aust­an­vert yfir Geld­inga­nesið og svo áfram yfir upp á Kjal­ar­nes.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert