Dóttir hins látna liggur ein undir grun

Að svö stöddu eru engir fleiri grunaðir um aðkomu að …
Að svö stöddu eru engir fleiri grunaðir um aðkomu að andláti mannsins. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir

Kona sem var hand­tek­in á höfuðborg­ar­svæðinu á föstu­dag vegna and­láts föður síns er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu. Að svo stöddu eru eng­ir fleiri grunaðir um aðkomu að and­lát­inu.

Lög­regla var kölluð út snemma á föstu­dags­morg­un eft­ir að til­kynn­ing hafi borist um meðvit­und­ar­laus­an mann í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu. Lög­regl­an skrif­ar í til­kynn­ingu að hann hafi verið flutt­ur á slysa­deild, þar sem hann hann hafi lát­ist skömmu síðar.

Kona um þrítugt, sem er dótt­ir manns­ins sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, var hand­tek­in í hús­inu og úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald seinna um kvöldið.

Lög­regl­an vill ekk­ert gefa upp

Lög­regl­an held­ur spil­un­um þétt að sér og gef­ur ekki einu sinni upp bæj­ar­fé­lagið þar sem lög­regla var kölluð út. Útkallið hafi verið á höfuðborg­ar­svæðinu, en í ekki Reykja­vík.

Að svo stöddu eru eng­ir fleiri grunaðir um aðkomu að and­láti manns­ins. „Nei, það eru ekki nein­ir fleiri á leiðinni í gæslu­v­arðhald,“ seg­ir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, en tek­ur fram að auðvitað geti eitt­hvað nýtt komið í ljós. 

Veistu meira? Þú get­ur sent okk­ur ábend­ing­ar á frett­ir@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert