Farfuglarnir eru margir hverjir komnir til landsins, en eins og fram kom nýverið í Morgunblaðinu var heiðlóan með þeim fyrstu að mæta. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fréttaritari Morgunblaðsins, segir farveður hafa verið fínt undanfarið, á meðan hæð var milli Íslands og Evrópu.
„Sumir voru í fyrra fallinu, þannig sáust fyrstu heiðagæsirnar 22. mars, en það er um þremur vikum fyrr en var á síðasta áratug síðustu aldar, þegar þær fyrstu sáust venjulega um miðjan apríl,“ segir Jóhann Óli.
Hann segir komu farfuglanna alltaf að færast framar og sjálfsagt megi rekja það til hlýnunar loftslags, allavega á vetrarstöðvunum. En vorið hafi verið hlýtt hingað til.
„Fyrsti rauðbrystingahópurinn sást 2. apríl og sömuleiðis fyrstu sandlóurnar, bæði á Eyrarbakka, sem er snemmt, sérstaklega fyrir rauðbrystinginn. Fyrstu lundarnir sáust á Tjörnesi 30. mars. Lóan var á hefðbundnum tíma miðað við síðustu ár,“ segir Jóhann Óli enn fremur.
Aðspurður um áhrif páskahrets segir hann að ef til þess komi eigi það ekki að hafa mikil áhrif á farfuglana. Sér í lagi ef hretið verði ekki langvinnt.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.