Farfuglarnir flestir komnir til landsins

Farfuglar Heiðlóan er komin til landsins og ekki langt í …
Farfuglar Heiðlóan er komin til landsins og ekki langt í að varpið hefjist. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson

Far­fugl­arn­ir eru marg­ir hverj­ir komn­ir til lands­ins, en eins og fram kom ný­verið í Morg­un­blaðinu var heiðlóan með þeim fyrstu að mæta. Jó­hann Óli Hilm­ars­son, fugla­fræðing­ur og frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins, seg­ir far­veður hafa verið fínt und­an­farið, á meðan hæð var milli Íslands og Evr­ópu.

„Sum­ir voru í fyrra fall­inu, þannig sáust fyrstu heiðagæs­irn­ar 22. mars, en það er um þrem­ur vik­um fyrr en var á síðasta ára­tug síðustu ald­ar, þegar þær fyrstu sáust venju­lega um miðjan apríl,“ seg­ir Jó­hann Óli.

Hann seg­ir komu far­fugl­anna alltaf að fær­ast fram­ar og sjálfsagt megi rekja það til hlýn­un­ar lofts­lags, alla­vega á vetr­ar­stöðvun­um. En vorið hafi verið hlýtt hingað til.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert