Farsímasamband eystra verði bætt

Mikilvægt þykir að bæta fjarskiptasamband þar um slóðir.
Mikilvægt þykir að bæta fjarskiptasamband þar um slóðir. mbl.is/Sigurður Bogi

Heima­stjórn Djúpa­vogs, ein af nefnd­um í stjórn­kerfi sveit­ar­fé­lags­ins Múlaþings, tel­ur að bæta þurfi fjar­skipta­sam­band víða í grennd við Djúpa­vog. Slíkt sé aðkallandi í ljósi sí­auk­inn­ar um­ferðar á þeim slóðum.

Sér­stak­lega er nefnd­ur veg­ur­inn um Öxi, sem teng­ir sam­an Skriðdal og Beru­fjörð. Þar er um fjöll og brekk­ur að fara og þykja aðstæður býsna hættu­leg­ar. Sömu sögu er að segja um stóra kafla á hring­veg­in­um í Ham­ars­firði og Álftaf­irði sunn­an við Djúpa­vog. Þar er ekk­ert fjar­skipta­sam­band á stór­um svæðum og úr því er vert að bæta, seg­ir heima­stjórn.

Viðhorf lík því sem nú eru rædd á Djúpa­vogi hafa heyrst áður. Við end­ur­nýj­un tíðnirétt­inda þarf að ná sam­komu­lagi við fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in um upp­bygg­ingu, rekst­ur og viðhald á innviðum sem tryggja ör­uggt farsíma­sam­band á veg­um úti um land. Þetta er kjarni í álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi sem Jakob Frí­mann Magnús­son, þá þingmaður, flutti fyr­ir nokkr­um árum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka