Klukkan 21.12 í gærkvöldi barst slökkviliði Fjarðabyggðar útkall vegna gróðurelds á Eskifirði. Það tók slökkviliðið um 40 mínútur að slökkva eldinn.
Slökkviliðið greinir frá þessu í færslu á Facebook.
„Vel gekk að slökkva eldinn, sem var í túni innan við bæinn og því engin mannvirki í hættu,“ segir í færslunni.