Kona í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti manns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar málið. mbl.is/Árni Sæberg

Kona um þrítugt var í fyrra­kvöld úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald í Héraðsdómi Reykja­ness til miðviku­dags­ins 16. apríl á grund­velli rann­sókn­ar­hags­muna að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í þágu rann­sókn­ar henn­ar á mannsláti í um­dæm­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

„Það var snemma á föstu­dags­morg­un sem lög­reglu barst til­kynn­ing um meðvit­und­ar­laus­an karl­mann í heima­húsi á höfuðborg­ar­svæðinu. Viðbragðsaðilar héldu strax á staðinn, en karl­maður­inn var þungt hald­inn þegar að var komið. Hann var flutt­ur á slysa­deild og lést þar síðar um dag­inn. Kon­an, sem er í gæslu­v­arðhaldi, var hand­tek­in í fyrr­nefndu húsi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þá kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að ekki sé unnt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert