Ófært á Steingrímsfjarðarheiði

Vegagerðin varaði við því í dag að vegir gætu orðið …
Vegagerðin varaði við því í dag að vegir gætu orðið ófærir vegna veðurs. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Sigurður Ægisson

Ófært er á Stein­gríms­fjarðar­heiði og sitja þar bíl­ar fast­ir.

Þetta til­kynn­ir lög­regl­an á Vest­fjörðum sem seg­ir einnig að mjög blint sé á heiðinni.

Greint var frá fyrr í dag að hríðarveður myndi fikra sig inn á Vest­f­irði með kvöld­inu og er nú gul viðvör­un þar í gildi.

Þá hafði Vega­gerðin einnig vakið á því at­hygli að veg­ir gætu orðið ófær­ir vegna veðurs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert