Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði og sitja þar bílar fastir.
Þetta tilkynnir lögreglan á Vestfjörðum sem segir einnig að mjög blint sé á heiðinni.
Greint var frá fyrr í dag að hríðarveður myndi fikra sig inn á Vestfirði með kvöldinu og er nú gul viðvörun þar í gildi.
Þá hafði Vegagerðin einnig vakið á því athygli að vegir gætu orðið ófærir vegna veðursins.