Ráðuneytið hafi neitað aðstoðinni

Greint var frá að Kvikmyndaskóli Ísland væri farinn í gjaldþrotameðferð …
Greint var frá að Kvikmyndaskóli Ísland væri farinn í gjaldþrotameðferð undir lok mars. mbl.is/Ólafur Árdal

Raf­mennt seg­ist hafa taf­ar­laust boðið fram aðstoð sína í kjöl­far gjaldþrots Kvik­mynda­skóla Íslands. Það hafi hins veg­ar komið skýrt fram frá emb­ætt­is­mönn­um mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins að ekki yrði unnið að þeim mögu­leika.

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Raf­mennt þar sem fram kem­ur að mik­il­vægt sé að mennta- og barna­málaráðherra, Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son, fái rétt­ar upp­lýs­ing­ar.

Fengu loks stutt­an fund eft­ir ít­rekaðar til­raun­ir

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni að Raf­mennt hafi brugðist við með það að mark­miði að tryggja órofið nám nem­enda við Kvik­mynda­skól­ann og hefja sam­tal um framtíð kvik­mynda­mennt­un­ar á Íslandi.

Þá hafi full­trú­ar skól­ans haft sam­band við viðeig­andi ráðuneyti og í kjöl­farið skipta­stjóra og eig­end­ur hús­næðis skól­ans og lagt svo fram til­lög­ur sem miðuðu að því að ljúka önn­inni og finna far­sæla leið fram á við.

„Eft­ir ít­rekaðar til­raun­ir feng­um við loks stutt­an fund með emb­ætt­is­mönn­um mennta- og barna­málaráðuneyt­is­ins. Þar kom skýrt fram að ekki stæði til að vinna með Raf­mennt að lausn fyr­ir nem­end­ur – hvorki til skemmri tíma né til framtíðar. Námið skyldi fara til Tækni­skól­ans og ekki yrði unnið að öðrum mögu­leik­um.“

Boðið fram sam­starf frá upp­hafi

„Það er mik­il­vægt að ráðherra fái rétt­ar upp­lýs­ing­ar. Við höf­um frá upp­hafi boðið fram sam­starf, stuðning og fjár­mögn­un – ekki til að „taka yfir einka­skóla“, held­ur til að bregðast við stöðu sem upp var kom­in af ábyrgð og fag­mennsku,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Ég hélt að þeir ætluðu að taka þetta yfir. Síðan skild­ist mér að þeir hefðu hætt. Núna eru þeir komn­ir aft­ur, og ég mun þá skoða þetta áfram,“ sagði Guðmund­ur við mbl.is í gær, er hann var spurður um vilja Raf­mennt til að taka yfir kennslu Kvik­mynda­skól­ans.

Raf­mennt enn þá til­búið í sam­starf

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni frá Raf­mennt að fyr­ir­tækið sé ekki einkaaðili með sér­hags­muni í mál­inu.

„Við erum viður­kennd­ur menntaaðili með rekstr­ar­leyfi frá ráðuneyt­inu sjálfu, og að baki okk­ur standa hags­muna­sam­tök launa­fólks og at­vinnu­lífs. Okk­ar eina mark­mið hef­ur verið að tryggja hags­muni nem­enda og að byggja upp framtíðar­mennt­un í kvik­mynda­gerð í takt við þarf­ir grein­ar­inn­ar.

Við erum enn til­bú­in í sam­starf. En það krefst þess að vilji til sam­tals sé fyr­ir hendi – bæði núna og til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka