Leikskólastjóri hættir eftir þrýsting frá foreldrum

„Það var ekki hægt að segja mér upp því að …
„Það var ekki hægt að segja mér upp því að ég var ekki búin að gera neitt,“ segir Agnes, sem kveðst yfirgefa skólann út af „hávaða“ en ekki af „faglegum rökum“. mbl.is/Karítas

Leik­skóla­stjóri á Maríu­borg í Grafar­holti hef­ur hætt störf­um eft­ir þrýst­ing frá for­eldr­um sem höfðu lýst van­trausti á hend­ur henni. Hún seg­ist hafa orðið fyr­ir einelti að hálfu sam­starfs­fólks sem hafi komið sögu­sögn­um á kreik til að ná höggi á hana.

Agnes Veronika Hauks­dótt­ir, nú fyrr­ver­andi leik­skóla­stjóri, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi gert sam­komu­lag um starfs­lok við Reykja­vík­ur­borg. Hún sé að yf­ir­gefa skól­ann út af „hávaða“ en ekki af „fag­leg­um rök­um“ eins og hún orðar það.

„Það var ekki hægt að segja mér upp því að ég var ekki búin að gera neitt,“ seg­ir Agnes, sem vís­ar á bug ásök­un­um for­eldra og starfs­fólks um slæma starfs­hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert