Slysið á Siglufjarðarvegi: Fjórir drengir á gjörgæslu

Grafarós við Grafará.
Grafarós við Grafará. Ljósmynd/Finnur Sigurbjörnsson

Dreng­irn­ir fjór­ir sem slösuðust í al­var­legu um­ferðarslysi á Siglu­fjarðar­vegi, við Grafará, sunn­an Hofsóss, á föstu­dags­kvöld eru á gjör­gæslu Land­spít­al­ans en þangað voru þeir flutt­ir með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og sjúkra­flug­vél.

Pét­ur Björns­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Norður­landi vestra, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regla hafi fengið þær upp­lýs­ing­ar í gær að dreng­irn­ir, sem er á aldr­in­um 17-18 ára, séu á gjör­gæslu og það yrðu ekki gefn­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar um líðan þeirra.

Pét­ur seg­ir rann­sókn fari fram á bíln­um sem dreng­irn­ir voru í en að til­drög slyss­ins liggi ekki fyr­ir að svo stöddu. Hann seg­ir að rann­sókn standi yfir hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Norður­landi vestra ásamt rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa og hún muni taka ein­hverj­ar vik­ur.

Bif­reiðin, sem ekið var í norðurátt, lenti utan veg­ar með þeim af­leiðing­um að ökumaður henn­ar og þrír farþegar slösuðust. Hóp­ur ung­menna, tæp­lega 30 ein­stak­ling­ar, sem voru á leið í sam­kvæmi á Hofsósi, var á vett­vangi slyss er lög­reglu bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert