Sögðu þingmennirnir satt í pallborðinu?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Nokkr­ar vöfl­ur komu á þing­mann­inn Guðmund Ara Sig­ur­jóns­son þegar hann var spurður út í hvort meiri­hut­inn hefði látið vinna grein­ingu á því hver áhrif hækk­andi veiðigjalda yrðu á af­komu rík­is­sjóðs.

    Þetta gerðist í pall­borði á árs­fundi Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, SFS.

    Bend­ing frá ráðherra

    Þar var hann spurður út í það hvort grein­ing af þessu tagi hefði farið fram. Enduðu orðaskipt­in á því að hann fékk bend­ingu frá at­vinnu­vegaráðherra, Hönnu Katrínu Friðriks­son, sem sagði slíka grein­ingu hafa farið fram.

    Var ráðherra þá spurður út í það hvort sú grein­ing hefði fylgt með í skjöl­um þeim sem lögð voru fram í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Af svör­um Hönnu Katrín­ar má ráða að þeim hafi verið haldið frá þeim sem gera vildu at­huga­semd­ir við fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda um að tvö­falda veiðigjöld á sjáv­ar­út­veg­inn.

    Í kjöl­far þess­ara orðaskipta, sem vöktu mikla at­hygli allra viðstaddra á fund­in­um sem hald­inn var í Hörpu, leitaði Morg­un­blaðið svara við því hvort grein­ing­in, sem þingmaður­inn og ráðherr­ann full­yrða að hafi verið unn­in, liggi inni í stjórn­ar­ráðinu.

    Guðmundur Ari Sigurjónsson er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hanna Katrín Friðriksson er …
    Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son er þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hanna Katrín Friðriks­son er at­vinnu­vegaráðherra. mbl.is/​sam­sett mynd

    Eng­in svör, bara alls eng­in

    Eng­in svör fást við því.

    Enn síður fást svör við því hvort blaðamenn geti fengið aðgang að grein­ing­unni. En sé hún til, þá gæti hún varpað ljósi á það hvaða áhrif hin aukna skatt­heimta get­ur haft á af­komu rík­is­sjóðs.

    Er talið mik­il­vægt að varpa ljósi á það vegna ótta margra, ekki síst sveit­ar­fé­laga sem byggja af­komu sína á sjáv­ar­út­vegi, við það að draga muni veru­lega úr fjár­fest­ingu sam­hliða hinni auknu gjald­töku. Það get­ur haft veru­leg áhrif á út­svar­s­tekj­ur sveit­ar­fé­lag­anna, framtíðar­tekju­mögu­leika í formi fast­eigna­gjalda og annað í þeim dúr.

    Orðaskipt­in af fundi SFS má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan. En það bíður hins veg­ar síns tíma að fá úr því skorið hvort grein­ing­in hafi í raun verið gerð og þá hvort að þingmaður­inn og ráðherr­ann hafi sagt fund­ar­mönn­um satt eður ei.

    Um uppá­kom­una var rætt á vett­vangi Spurs­mála á föstu­dag. Þátt­inn má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert