„Stórhættuleg staðsetning fyrir þá“

Ný staðsetning úrræðanna verður á efri hæð húsnæðisins að Skeifunni …
Ný staðsetning úrræðanna verður á efri hæð húsnæðisins að Skeifunni 8. mbl.is/Karítas

„Útivera er það besta sem son­ur minn fær. Hann fer í lang­an göngu­túr á hverj­um degi, það hjálp­ar hon­um að ein­beita sér og geta sinnt öðrum verk­efn­um bet­ur,“ seg­ir Ásgeir Sverr­is­son, faðir drengs sem er með dæmi­gerða ein­hverfu og mikla þroska­skerðingu og hef­ur sótt þjón­ustu Smiðju, vinnu og virkni fyr­ir fatlað fólk, í fimm ár. 

Nú er ætl­un­in að flytja starf­semi Smiðju og sam­eina hana við Opus, vinnu- og virkni­miðstöð. Nýja staðsetn­ing­in er í Skeif­unni 8, þar sem mik­il um­ferð er og úti­vist og göngu­túr­ar ekki mjög spenn­andi. Ásgeir gagn­rýn­ir þessi áform.

„Dreng­ur­inn minn hef­ur til dæm­is enga til­finn­ingu fyr­ir að passa sig á bíl­um, um­ferð og svo­leiðis, það þyrfti að halda í hönd­ina á hon­um all­an tím­ann. Svo veit ég til þess að sum­ir þjón­ustu­not­end­ur eiga það til að reyna að strjúka og hlaupa í burtu og svona, þetta er stór­hættu­leg staðsetn­ing fyr­ir þá,“ seg­ir Ásgeir

Áskrif­end­ur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert