„Útivera er það besta sem sonur minn fær. Hann fer í langan göngutúr á hverjum degi, það hjálpar honum að einbeita sér og geta sinnt öðrum verkefnum betur,“ segir Ásgeir Sverrisson, faðir drengs sem er með dæmigerða einhverfu og mikla þroskaskerðingu og hefur sótt þjónustu Smiðju, vinnu og virkni fyrir fatlað fólk, í fimm ár.
Nú er ætlunin að flytja starfsemi Smiðju og sameina hana við Opus, vinnu- og virknimiðstöð. Nýja staðsetningin er í Skeifunni 8, þar sem mikil umferð er og útivist og göngutúrar ekki mjög spennandi. Ásgeir gagnrýnir þessi áform.
„Drengurinn minn hefur til dæmis enga tilfinningu fyrir að passa sig á bílum, umferð og svoleiðis, það þyrfti að halda í höndina á honum allan tímann. Svo veit ég til þess að sumir þjónustunotendur eiga það til að reyna að strjúka og hlaupa í burtu og svona, þetta er stórhættuleg staðsetning fyrir þá,“ segir Ásgeir
Áskrifendur geta lesið viðtalið í heild sinni hér.