Sverrir og ríkisstjórnin klaufabárðast á Alþingi

Current Time 0:00
Duration 0:08
Loaded: 100.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected
Skip in 5...

At­ferli ís­lensks stjórn­mála­fólks á sam­fé­lags­miðlum er alltaf und­ir smá­sjá og því gert skil með reglu­bundn­um og skemmti­leg­um hætti í Spurs­mál­um. Yf­ir­ferðina má sjá í meðfylgj­andi mynd­skeiði eða í rituðu máli hér að neðan.

Létt­leiki og skemmti­leg­heit voru alltumlykj­andi á sam­fé­lags­miðlun­um í vik­unni sem nú er að líða. Veður­kort­in sýndu tveggja stafa hita­töl­ur og skyn­fær­in í blúss­andi örvun. Fólk er farið að finna lykt­ina af sumr­inu og það hef­ur alla jafna góð áhrif á geðheilsu lands­manna. Stjórn­mála­fólkið var alla vega í sér­lega góðum gír. Það var nú kannski kom­inn tími til! Óþarfi að vera alltaf eins og harðfisk­ur í skap­inu.

Sverrir Bergmann er varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Sverr­ir Berg­mann er varaþingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Skjá­skot/​Face­book

Tók sig vel út á tískupöll­un­um 

Um síðustu helgi steig Halla Hrund út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann þegar hún þrammaði um tískupalla fyr­ir hringrás­ar­versl­un­ina Ell­ey ásamt öðrum áhrifa­kon­um lands­ins. Þetta var hluti af lands­söfn­un Á allra vör­um fjár­öfl­un­ar­átaks­ins. Að sjálf­sögðu lét Halla Hrund ekki sitt eft­ir liggja og var sko meira en til í að finna fyr­ir­sæt­una í sér fyr­ir þenn­an góðan málstað. 


Diljá Mist meist­ari í að múltítaska

Fregn­ir bár­ust af því að einn af hverj­um fjór­um þing­mönn­um voru í út­lönd­um í vik­unni - al­deil­is flott­heit á þessu fólki alltaf. Diljá Mist var ein þeirra sem ferðuðust til Brus­sel og virt­ist hún vera í sér­deil­is góðum fé­lags­skap líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd. þarna hafa nú ein­hverj­ar uppá­komurn­ar átt sér stað. En þið vitið hvað þeir segja: „What happ­ens in Brus­sel stays in Brus­sel.“

Svo verð ég að segja það enn og aft­ur. Marg­ur er knár þótt hann sé smár og þar er Diljá Mist eng­in und­an­tekn­ing. Hún hafði lofað sér í út­varps­viðtal hér heima þrátt fyr­ir að það skaraðist á við þátt­töku henn­ar í Evr­ópuþing­inu. Hún var ekk­ert að fresta því held­ur fann hún bara ein­hverja Gustavs­berg kló­sett­dollu þarna í út­land­inu og sat á tojar­an­um á meðan hún talaði tæpitungu­laust í síma­fjar­viðtali. Það mættu fleiri vera eins og hún. Hún finn­ur bara út úr hlut­un­um.

Hanna Katrín kast­ar kveðju á Simma

Hanna Katrín var svo sæt vin­kona og kastaði af­mæliskveðju á flokks­bróður sinn og vin, Simma Gumm, með þess­ari æðis­legu mynd af þeim tveim­ur blind­blekuðum að öll­um lík­ind­um. Hver hef­ur ekki lent í því að „góðir“ vin­ir birti ljót­ar mynd­ir af manni á af­mæl­is­dag­inn til að upp­hefja sjálf­an sig? Það er svo klass­ískt.

Heiða Björg er bæði skák­nörd og gella 

Heiða Björg kom á óvart í vik­unni þegar hún sannaði það að gell­ur geta líka verið skák­nör­d­ar.  Hún tók þátt í skák­móti í Vín í Aust­ur­ríki, nei ég meina í Vin á Hverf­is­götu. Lít­ill sem eng­inn mun­ur þar á. Henni er greini­lega margt til lista lagt en það var ástæða til að hafa áhyggj­ur af þessu vöfflu­fjalli sem borið var á borð þenn­an ágæta dag fyr­ir skák­móts­gesti. Áreiðan­lega hafa fleiri en Diljá Mist þurft að læsa sig inni á sal­erni til að tefla við páfann.

Fýlustrump­arn­ir í stjórn­ar­and­stöðunni

Fram­sókn­ar-Stebba var ör­lítið heitt í hamsi í vik­unni. Vitið þið ekki hver hann er? Nei, það er ekk­ert skrýtið. Þetta er þarna huldumaður­inn í Fram­sókn sem eng­inn hef­ur séð áður og veit hver er. Heim­ild­ir herma samt að hann sé oft­ast al­veg góður sko, með gott jafnaðargeð. En hon­um of­bauð vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og strunsaði út úr þingsal ásamt allri stjórn­ar­and­stöðunni þegar Inga Sæ­land tók til máls og „the rest is history“. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Fram­sókn (@fram­sokn)

Meira íþrótt­anammi fyr­ir land og þjóð

Jó­hann Páll, eða Jey Pí eins og hann er stund­um kallaður, orku­málaráðherra eða hvað hann er, ætl­ar að punga út 160 millj­ón­um til þess að ís­lensk­ir garðyrkju­bænd­ur geti fram­leitt meira íþrótt­anammi. Hann kall­ar þetta orku­sparnað fyr­ir sam­fé­lagið en þetta er pottþétt meira af svona þyngd­ar­stjórn­un­ar hug­sjón. Við vit­um sko al­veg hvernig þessi maður hugs­ar. Hann blekk­ir okk­ur ekki.

Sag­an um Snúlla og Sollu

Hvað eiga Snúlli Más­son og Sól­veig Anna sam­eig­in­legt? Margt, mjög margt. Í vik­unni kom það upp úr dúrn­um og þau Snúlli og Sól­veig eiga meira sam­eig­in­legt en við héld­um. Þrátt fyr­ir að vera fræg fyr­ir að aðhyll­ast öfg­ar í sitt­hvora átt­ina þá sam­ein­ast þau í gegn­um hat­ur sinn á vók­isma. Þetta hefði eng­an grunað. Lífið hætt­ir bara ekki að gefa.

All­ir í kasti

Talandi um Snúlla Más­son. Hann er nátt­úru­lega ótrú­leg­ur, það verður ekki af hon­um tekið. Eina stund­ina veld­ur hann mega usla og hina stund­ina eru all­ir að míga í bux­urn­ar yfir því hvað hann er fynd­inn og skemmti­leg­ur. Í það minnsta lá allt Alþingi yfir uppist­andi hans í ræðustól í vik­unni. 

Belju­hvísl­ari eða ráðherrasleikja

Logi Ein­ars­son brá sér í heim­sókn í Land­búnaðar­há­skóla Íslands og hitti þar fyr­ir hann Gutt­orm. Eða heita ekki ann­ars all­ar belj­ur því nafni? Tókst með þeim Loga og Gutt­ormi ein­stak­ur vin­skap­ur sem endaði með inni­leg­um kveðju­kossi. Hann er nátt­úru­lega þekkt­ur fyr­ir að vera al­ger belju­hvísl­ari hann Logi. Nú eða Gutt­orm­ur bara ráðherrasleikja? Sitt sýn­ist hverj­um.

Strúna og Úrsúla fóru yfir sviðið

Kristrún Frosta var ein af ófá­um sem stadd­ir voru í Brus­sel á dög­un­um. Þar ræddi hún um óviss­una á alþjóðasviðinu við Ursulu von der Layen. Á þess­ari mynd má sjá gáf­ur og glæsi­leika í öðru veldi. Al­ger­lega „iconic“.

Klaufa­bárðarn­ir á Alþingi

Sverr­ir Berg­mann „is back“ og hafði í nógu að sýsla í vik­unni en það er óhætt að segja að hann sé hinn nýi stuðmaður á þing­inu. Megi Jakob Frí­mann fara að vara sig. Tónlist spil­ar stóra rullu í lífi Svessa og það sást greini­lega á sam­fé­lags­miðlun­um í vik­unni þegar hann var flaut­andi hið stór­góða heila­lím­andi þema­lag Klaufa­bárðana við kaffi­vél­ina og var ein­stak­lega létt­ur á því. Marg­ir velta því fyr­ir sér hvort hann sé að senda dul­in skila­boð með laga­val­inu? Rík­is­stjórn­in og Klaufa­bárðarn­ir - ein­hver sam­nefn­ari þar? 

Sam­fylk­ing­ar­skemmt­ar­inn

Svessi hélt svo stuðinu áfram og gladdi sitt Sam­fó-fólk með gjöf. Gjöf sem inni­hélt þenn­an for­láta skemmt­ara sem hér sést. Gleðin skein úr hverju and­liti flokks­systkina hans og að sjálf­sögðu upp­hófst sam­söng­ur á slag­ar­an­um sí­gilda Lean on me. Hann er gull af manni hann Svessi. Það verða auðvitað all­ir stjórn­mála­flokk­ar að eiga al­menni­lega skemmt­ara - enn ekki hvað?!

Sjálfu­kóng­ur­inn svaraði kall­inu

Sjálfu­kóng­ur­inn Pawel Baroszek svaraði held­ur bet­ur kall­inu og meira til. Hann blessaði okk­ur ekki með einni sjálfu í vik­unni held­ur tveim­ur. Takk fyr­ir þig, Pawel.

Nýj­asti þátt­ur Spurs­mála er aðgengi­leg­ur í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert