Þrír handteknir eftir hópslagsmál

Löggumyndir - lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - lögreglubíll - lögreglubifreið
Löggumyndir - lögreglan á höfuðborgarsvæðinu - lögreglubíll - lögreglubifreið mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­reglu­stöð tvö, sem sinn­ir verk­efn­um í Hafnar­f­irði, Garðabæ og á Álfta­nesi, var til­kynnt um hópslags­mál fyr­ir utan skemmti­stað. Þrír voru hand­tekn­ir í tengsl­um við málið.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 5 í morg­un.

Jafn­framt var til­kynnt um hópslags­mál fyr­ir utan skemmti­stað í miðbæ Reykjar­vík­ur. Lög­regla fór á vett­vang og leysti málið á vett­vangi.

Þá bár­ust lög­reglu þrjár til­kynn­ing­ar um inn­brot í versl­an­ir í miðbæ Reykja­vík­ur. Ekki er vitað hverj­ir voru þar að verki. Einnig var lög­reglu til­kynnt um aðila sem var að reyna kom­ast inn í bif­reiðar og komst hann inn í eina.

Til­kynnt um ung­linga í ann­ar­legu ástandi

Lög­reglu­stöð þrjú, sem sinn­ir verk­efn­um í Kópa­vogi og Breiðholti var til­kynnt um lík­ams­árás. Lög­regla fór á vett­vang og ræddi við aðila. Sömu lög­reglu­stöð var einnig til­kynnt um hópa­söfn­un ung­linga í ann­ar­legu ástandi. Í dag­bók­inni seg­ir að lög­regla hafi kannað málið.

Lög­reglu­stöð fjög­ur, sem sinn­ir verk­efn­um í Árbæ, Grafar­holti, Grafar­vogi, Norðlinga­holti, Mos­fells­bæ, Kjós­ar­hreppi og á Kjal­ar­nesi, var til­kynnt um aðila sem datt af raf­magns­hlaupa­hjóli. Lög­regla fór ásamt sjúkra­liði á vett­vang. Sjúkra­flutn­inga­menn hlúðu að viðkom­andi á vett­vangi. Þá var einnig til­kynnt um mann að keyra lyft­ara á golf­velli, en hann fannst ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert