Þung stemning í Borgartúni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:39
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:39
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Banka­menn voru eins og út­spýtt hundskinn í liðinni viku þegar hluta­bréfa­markaðir sveifluðust eins og jójó eft­ir því hvernig lá á Don­ald Trump, for­seta Banda­ríkj­anna. Stemn­ing­in var þung í Borg­ar­túni.

Þetta staðfest­ir Erna Björg Sverr­is­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Ari­on banka sem fylg­ist náið með þróun mála. Hún mætti í Spurs­mál að þessu sinni til þess að fara yfir hina tíðinda­miklu viku á alþjóðamörkuðum. Svipt­inga þar varð held­ur bet­ur vart á ís­lenska markaðnum þar sem hundruð millj­arða króna þurrkuðust út af bók­um eins og hendi væri veifað.

Goldm­an Sachs þurfti að hafa hraðar hend­ur

„Maður er dá­lítið eins og út­spýtt hundskinn eft­ir þessa viku því svipt­ing­arn­ar eru svo ofboðslega mikl­ar. Við sjá­um til dæm­is þegar verið er að reyna að leggja mat á stöðuna að Goldm­an Sachs sem dæmi sagði á miðviku­dag að þeir ætluðu að breyta grunn­spá sinni. Það væru 65% lík­ur á að Banda­rík­in færu í efna­hags­sam­drátt. Svo skipti Trump um skoðun og þeir þurftu að birta nýja spá 90 mín­út­um seinna. Nei við erum hætt við. Grunn­spá­in okk­ar er að það verði ekki sam­drátt­ur. Það verði bara minni hag­vöxt­ur. Þannig að maður sit­ur bara og horf­ir á þetta agndofa,“ seg­ir Erna Björg.

Kaup­höll­in hér heima er eins og aðrar kaup­hall­ir. Svipt­ing­arn­ar á fé­lög­un­um jafn­vel upp í jafn­vel 15% frá degi til dags.

All­ur skal­inn á fáum sól­ar­hring­um

„Já, upp og niður. Við erum búin að sjá all­an skalann í þess­ar viku. Þetta er bara ofboðslegt að fylgj­ast með þessu. Svo kem­ur Trump og fer inn á sinn sam­fé­lags­miðil og seg­ir frá ósvífni annarra í garð hag­kerfa heims­ins og er þá að vísa til Kína. Þegar hann er sjálf­ur eins og þú seg­ir er bú­inn að setja allt heims­hag­kerfið í upp­nám á síðustu dög­um.“

Þú ert starf­andi hjá Ari­on banka. Ég hef heyrt að það sé mikið um veðköll á menn sem hafa verið með gíraðar stöður og annað. Þú mátt auðvitað ekki tjá þig ná­kvæm­lega um það sem er að ger­ast en það hlýt­ur að vera dá­lítið sér­stök stemn­ing í mötu­neyt­inu inn­an svona stofn­ana þegar svona er. Eru menn ekki eins og út­spýtt hundskinn og með bindið út á hlið?

Bankamenn um víða veröld hafa reytt hár sitt yfir tollastríði …
Banka­menn um víða ver­öld hafa reytt hár sitt yfir tolla­stríði því sem Trump hef­ur efnt til. Hár­flygs­urn­ar hafa verið reytt­ar svo um mun­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sveifl­urn­ar nokkuð ýkt­ar

„Það er búin að vera dá­lítið þung og erfið stemn­ing í Borg­ar­tún­inu þessa vik­una. Og auðvitað er það fyr­ir þá sem eru sér­stak­lega á mörkuðum eða að stýra fjár­magni því þetta eru ofboðsleg­ar stefn­ur til að horfa upp á. Þær hafa að ein­hverju leyti verið ýkt­ar eins og þú seg­ir. Það hafa í ein­hverj­um til­vik­um verið veðköll og það eru þrjú fé­lög á markaði sem hafa verið frek­ar dómín­er­andi. Það eru Acta­vis, Ocul­is og Amar­oq. Þessi vaxt­ar­fé­lög sem að ein­hverju leyti treysta á Banda­ríkja­markað svo að sín­ar for­send­ur geti ræst. Þetta eru fé­lög sem eru vaxt­ar­fé­lög, eru ekki orðin þessi stönd­ugu rekstr­ar­fé­lög. Og þetta er búið að vera nokkuð áhuga­vert að fylgj­ast með þró­un­inni núna því ef við til dæm­is horf­um bara á ís­lensk­an markað all­an fyrri hluta vik­unn­ar þá töld­um við okk­ur standa hlut­falls­lega bet­ur haf­andi fengið á okk­ur 10% toll en Evr­ópu­sam­bandið 20% og Nor­eg­ur 15%. En samt vor­um við að sjá ís­lensku rekstr­ar­fé­lög­in að lækka ofboðslega mikið í hreyf­ing­um sem áttu ekki endi­lega rétt á því að vera svona ofboðslega mikl­ar.“

Fast­eigna­fé­lög­in munu halda áfram að inn­heimta leigu­tekj­ur af stein­steyp­unni. Það er ekki beint inni­stæða fyr­ir svipt­ing­un­um í slík­um fyr­ir­tækj­um.

„Nei og í fyr­ir­tækj­um sem sinna sér­stak­lega ís­lensk­um markaði. Af því að það var eng­inn að teikna upp skip­brot á inn­lend­um markaði þótt þetta hafi nei­kvæð áhrif á okk­ur öll. Þannig að fyr­ir fyr­ir­tæki sem sinna fyrst og fremst inn­lenda markaðnum þá voru þetta frek­ar öfga­full viðbrögð sem við sáum. En það kann að tengj­ast því að það eru pen­ing­ar sem þurfa að fær­ast á milli og þá þarf ein­hvers staðar að selja til þess að geta greitt niður ann­ars staðar.“

Viðtalið við Ernu Björg og Ásdísi Kristjáns­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­stöðumann grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka og nú­ver­andi bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, má sjá í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka