Víða hríðarveður - Útlit fyrir hægviðri og bjart veður um páskana

Vetur konungur minnir á sig.
Vetur konungur minnir á sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það geng­ur á með hríðarveðri á Aust­ur­landi sem fikr­ar sig inn á Norður­land eystra og Norður­land vestra und­ir kvöld og síðan Vest­f­irði.

Þetta seg­ir Ei­rík­ur Örn Jó­hanns­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is en vet­ur kon­ung­ur hef­ur minnt á sig um helg­ina og í dag eru gul­ar viðvar­an­ir í gildi vegna hvassviðris og hríðarveðurs á aust­ur­helm­ingi lands­ins og síðar í dag skella þær á Norður­land og Vest­f­irði.

„Það er farið að draga úr veðurhæðinni á Aust­fjörðum en und­ir kvöld fer veðrið að versna á Norður­landi og á Vest­fjörðum,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Vega­gerðin vek­ur at­hygli á því að veg­ir geti orðið ófær­ir á þess­um stöðum eft­ir að þjón­ustu­tíma Vega­gerðar­inn­ar lýk­ur í kvöld og eins fram eft­ir morgni. Það á ekki síst við um fjall­vegi.

Kort Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi á föstudaginn langa.
Kort Veður­stof­unn­ar klukk­an 12 á há­degi á föstu­dag­inn langa. Kort/​Veður­stofa Íslands

Ei­rík­ur seg­ir að á morg­un lægi enn frek­ar fyr­ir aust­an en áfram verði snjó­koma og hríðarveður á Vest­fjörðum út morg­undag­inn sem og á Strönd­um og Norður­landi vestra. Þar mun vind lægja jafnt og þétt.

„Þetta er ekk­ert ham­fara­veður held­ur svona gult vetr­ar­veður,“ seg­ir hann.

Hvernig er veðurútlið í dymb­il­vik­unni?

„Það stefn­ir í að verða svo­lítið ein­hæft. Það er lík­legt að það legg­ist í norðaust­an átt með snjó­komu eða élj­um fyr­ir norðan en sunn­an heiða verður bjart og þurrt. Það verður strekk­ings­vind­ur og hvassviðri með köfl­um.“

Hægviðri og bjart um páska­helg­ina

Ei­rík­ur seg­ir að það verði kalt á nótt­inni en í sól­inni nái hit­inn að komst í 7-8 stig þegar best læt­ur yfir dag­inn suðvest­an­lands. Hann seg­ir að það verði ekki fyrr en á föstu­dag­inn sem breyt­inga sé að vænta í veðrinu.

„Eins og þetta lít­ur út núna er lík­leg­ast að það komi smá hæðahrygg­ur með hægviðri og björtu veðri um mest allt land og það kólni í norðanátt­inni þar sem hún nær að draga kalt loft inn til okk­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert