„Brjáluð stemning“ fyrir vestan í vikunni

Frá Aldrei fór ég suður í fyrra, en þá fagnaði …
Frá Aldrei fór ég suður í fyrra, en þá fagnaði hátíðin 20 ára afmæli. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Tón­list­ar­hátíðin Aldrei fór ég suður nálg­ast óðfluga og spenn­ing­ur er far­inn að mynd­ast í and­rúms­lofti Ísa­fjarðarbæj­ar.

Einn skipu­leggj­enda hátíðar­inn­ar seg­ir mikla sam­heldni ríkja í bæj­ar­fé­lag­inu þegar kem­ur að því að setja hátíðina upp.

Hátíðin stend­ur yfir dag­ana 18.-19. apríl.

Nán­ast eins og all­ir taki þátt

„Þetta blas­ir gríðarlega vel við. Við erum búin að fá hljóðkerfið og í raun­inni einn gám af heilli tón­list­ar­hátíð send­an til okk­ar,“ seg­ir skipu­leggj­and­inn Kristján Freyr Hall­dórs­son í sam­tali við mbl.is.

Brátt hefst svo upp­setn­ing á sviðinu í hinni svo­kölluðu Kampa­skemmu, en rækju­vinnsl­an Kampi hef­ur lánað aðstand­end­um hátíðar­inn­ar skemm­una í tæp tíu ár.

„Þetta er nátt­úru­lega sam­fé­lags­verk­efni sem við erum að horfa á,“ seg­ir Kristján og nefn­ir að þó svo um 20–30 manna hóp­ur haldi hátíðina þá sé nán­ast eins og hver ein­asti íbúi bæj­ar­ins taki þátt í und­ir­bún­ingn­um með ein­um eða öðrum hætti.

Hann nefn­ir til dæm­is einn íbúa sem ár hvert not­ar krana­bíl­inn sinn til að flytja kló­sett­gáma fyr­ir hátíðargesti – ókeyp­is og án þess að vera beðinn um það.

Sveinbjörn Thoroddsen Hermigervill leikur listir sínar með Berndsen á Aldrei …
Svein­björn Thorodd­sen Hermi­gervill leik­ur list­ir sín­ar með Berndsen á Aldrei fór ég suður 2019. Ljós­mynd/Á​sgeir Helgi

Aldrei verið seld­ir miðar á hátíðina

Er það ekki líka bara hluti af sjarm­an­um við þessa hátíð, þessi sam­heldni?

„Jú, ég held að það sé al­gjör­lega þannig. Þó mig langi að taka kred­it fyr­ir það sjálf­ur, þá er það bara alls ekki þannig. Ég held að fólk skynji þetta – bæði gest­ir og tón­listar­fólkið sjálft – að þetta er góður fíl­ing­ur. Þetta er fólk að gera þetta af ástríðu og engu öðru.“

Kristján bend­ir á að ár hvert fái for­svars­menn hátíðar­inn­ar fyr­ir­spurn­ir um hvenær miðasala hefj­ist – þrátt fyr­ir að aldrei hafi verið seld­ir miðar á hátíðina.

„Það er frítt á hátíðina og á bak við hana stend­ur stór hóp­ur sjálf­boðaliða. Eng­inn fær greitt og þetta er ekki hagnaðardrif­inn rekst­ur að neinu leyti.

Fólk skynj­ar það – að hér sé raun­veru­leg­ur fíl­ing­ur að baki. Þetta er bara fólk að hafa gam­an og reyna að skila ein­hverri skemmt­un inn í sam­fé­lagið.“

Kristján Freyr Halldórsson.
Kristján Freyr Hall­dórs­son. mbl.is/​Golli

Til­bún­ir með nokkr­ar sviðsmynd­ir til að bregðast við

Ell­efu hljóm­sveit­ir og tón­listarflytj­end­ur koma fram á hátíðinni í ár og mæta til bæj­ar­ins á skír­dag og föstu­dag­inn langa – sum­ir með bíl, aðrir með flugi.

Kristján seg­ir skipu­leggj­end­ur til­búna með nokkr­ar sviðsmynd­ir til að bregðast við aðstæðum. Í gegn­um árin hafi t.d. komið fyr­ir að flugi hafi verið af­lýst með stutt­um fyr­ir­vara og þá þurfi að bruna til Reykja­vík­ur til að sækja tón­listar­fólkið.

„Við erum alltaf til­bú­in með svona B- og C-plön.“

Eng­inn kuldi þegar dans­inn tek­ur yfir

Ekki eru þó mikl­ar áhyggj­ur um þess­ar mund­ir.

Rætt er um það í bæn­um að veðrið verði gott fyr­ir vest­an yfir pásk­ana – bú­ist sé við sól, þó með dá­lít­illi kuldatíð.

„Ef það verður raun­in, þá erum við í al­gerri lukku. Það þarf vart að minna fólk á að það er enn vet­ur – það er alltaf kalt á Aldrei fór ég suður. Þetta er nátt­úru­lega bara hrátt iðnaðar­hús­næði við höfn­ina,“ seg­ir Kristján en tek­ur þó und­ir með blaðamanni að kuld­inn verði lík­lega ekki áber­andi þegar fólk tek­ur að hreyfa sig í takt við lif­andi tóna.

Rúm­lega tvö­fald­ast

Aðspurður seg­ir hann stemn­ing­una í bæn­um aukast gríðarlega, þó ekki ein­göngu vegna hátíðar­inn­ar. Síðustu helgi var haldið skíðagöngu­mótið Fossa­vatns­gang­an og í dag hófst Skíðavik­an á Ísaf­irði, sem stend­ur yfir í heila viku.

Að lok­um und­ir­strik­ar Kristján hve stórt það sé fyr­ir bæ­inn að halda hátíðina, en reiknað er með að íbúa­fjöldi rúm­lega tvö­fald­ist yfir hátíðar­helg­ina.

„Ísa­fjarðarbær er svona fjög­ur þúsund manna bæj­ar­fé­lag en miðað við okk­ar töl­ur sem við erum búin að fá frá byrj­un frá Vega­gerðinni þá má reikna með að það séu að koma, að minnsta kosti, 4.500 manns í bæ­inn. Af því að það koma tvö þúsund og eitt­hvað bíl­ar keyr­andi norður Ísa­fjarðar­djúp í þess­ari viku.“

„Það fer að verða brjáluð stemn­ing hérna þegar líður á vik­una.“

Hægt er að sjá dag­skrá hátíðar­inn­ar í ár hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert