Dæmdir fyrir hylmingu: Sögðu frá líflátshótunum

Mennirnir voru dæmdir fyrir hylmingu í tengslum við stórt innbrot …
Mennirnir voru dæmdir fyrir hylmingu í tengslum við stórt innbrot í Elko í haust. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Tveir menn hlutu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur tíu mánaða fang­els­is­dóma fyr­ir hylm­ingu í tengsl­um við stórt inn­brot í Elko í sept­em­ber. Sjö mánuðir af refs­ingu mann­anna eru bundn­ir skil­orði til tveggja ára.

Ekki hef­ur verið gef­in út ákæra fyr­ir sjálf­an þjófnaðinn en menn­irn­ir tveir, sem eru frá Rúm­en­íu, voru tekn­ir með hluta þýf­is­ins í bíl á Seyðis­firði á leið í Nor­rænu.

Fimm millj­ón­ir og 129 farsím­ar

Af ör­ygg­is­lager Elko í Lind­um var í inn­brot­inu stolið rúm­um fimm millj­ón­um króna úr pen­inga­skáp og tals­verðu magni af Sam­sung- og iP­ho­ne-farsím­um.

Í fór­um sín­um höfðu menn­irn­ir 129 farsíma og rúm­lega millj­ón krón­ur í reiðufé sem og 4.800 evr­ur sem jafn­gild­ir rúm­um 700 þúsund ís­lensk­um krón­um.

Eng­in gögn sönnuðu hót­an­ir

Menn­irn­ir sögðu fyr­ir dómi að þeir hefðu verið beitt­ir þving­un­um til að taka við þýf­inu og koma því úr landi. Sögðu þeir frá líf­láts­hót­un­um sem þeir höfðu fengið. Dóm­ur­inn taldi eng­in gögn sanna þá frá­sögn og sagði þá hafa gripið til frá­sagn­ar­inn­ar til að gera sinn hlut minni en efni standa til.

Þrír karl­menn og ein kona voru í haldi vegna máls­ins en var sleppt í byrj­un októ­ber. Þau eru öll af er­lendu bergi brot­in og ekki með ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Alls voru sjö hand­tek­in í tengsl­um við þjófnaðinn en þrem­ur var sleppt eft­ir yf­ir­heyrsl­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert